Enski boltinn

WBA og Hull á toppnum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hull er að gera góða hluti í 1. deildinni.
Hull er að gera góða hluti í 1. deildinni.

Tveir leikir voru í ensku 1. deildinni í kvöld. West Bromwich Albion og Hull unnu mikilvæga sigra í toppbaráttunni.

West Brom vann Wolves 1-0 á útivelli en Zoltan Gera skoraði markið. Þá vann Hull 3-1 útisigur á Barnsley. Dean Marney, Ian Ashbee og Dean Windass skoruðu mörk Hull en fyrir Barnsley minnkaði Istvan Ferenczi muninn.

West Brom er í efsta sæti með 74 stig en Hull í öðru með 72 þegar 43 umferðir eru búnar. Stoke er einnig með 72 stig en verri markatölu. Bristol City er í fjórða sæti með 71 stig, Watford með 69 og Crystal Palace 65.

Tvö efstu liðin komast beint upp en liðin í 3.-6. sæti fara í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×