Enski boltinn

Tímaeyðsla að reyna við Ronaldo

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ekki til sölu!
Ekki til sölu!

Carlos Queiroz, aðstoðarstjóri Englandsmeistara Manchester United, segir að það sé tímaeyðsla hjá spænska liðinu Real Madrid í að reyna að krækja í Cristiano Ronaldo.

Ronaldo er af flestum talinn besti knattspyrnumaður heims en Queiroz segir að 100 milljónir punda dugi ekki einu sinni til að krækja í kantmanninn portúgalska. Real Madrid hefur lengi horft löngunaraugum til hans.

„Það er hægt að reyna að bjóða allan pening í heimi í hann en hann er einfaldlega ekki til sölu," sagði Queiroz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×