Tíu bestu ensku stjórarnir Elvar Geir Magnússon skrifar 15. apríl 2008 17:01 Enska úrvalsdeildin er talin sterkasta fótboltadeild heims. Þrátt fyrir það er mikill skortur á enskum þjálfurum í deildinni en aðeins níu af tuttugu liðum eru undir stjórn heimamanns. Landslagið hefur breyst á þá vegu að stjórar sem ná árangri í neðri deildum eiga mjög lítinn möguleika á því að fá í hendurnar stórt verkefni. The Sun tók saman top tíu lista yfir bestu ensku knattspyrnustjórana í dag og segja að það hafi ekki verið auðvelt!1. Harry Redknapp Hann er á leið í úrslitaleik bikarsins á Wembley með lærisveina sína í Portsmouth. Hann hefur náð að breyta Portsmouth í lið sem berst um Evrópusæti og fengið til sín gæðaleikmenn á borð við Jermain Defoe og Lassana Diarra á Fratton Park. Það sýnir hversu hátt hann er metinn meðal leikmanna.2. Steve Coppell Hefði getað orðið mjög stórt nafn hefði hann ekki hætt hjá Manchester City 1996 nánast um leið og hann hafði tekið við sem knattspyrnustjóri liðsins. Hæfileikar hans sem knattspyrnustjóri sjást þó vel hjá Reading. Ekki margir stjórar gætu haldið þessu liði meðal þeirra bestu nánast án þess að eyða krónu.3. Stuart Pearce Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, heillaðist nægilega mikið af Pearce til að gera hann að eina enska þjálfaranum í þjálfarateymi sínu. Pearce hefur náð góðum árangri með U21 landslið Englands og þá náði hann fínum árangri með Manchester City þar sem barist var um Evrópusæti.4. Alan Curbishley Stóra prófið hjá Curbishley verður á næstu leiktíð þegar meiðslamartröð West Ham er lokið. Hann hélt Charlton í deild þeirra bestu með nánast tóma vasa en í dag nýtur hann þess að eyða peningum Björgólfs. Hann náði að bjarga West Ham frá falli á síðustu leiktíð og það skal ekki vanmeta.5. Steve BruceEyddi fyrstu arum sínum sem knattspyrnustjóri í neðri deildunum en hefur nú sannað sig sem úrvalsdeildarstjóri. Kom Birmingham tvisvar upp í úrvalsdeildina en tók við Wigan í annað sinn á síðasta ári og hefur gert góða hluti fyrir liðið sem barðist á botninum en mun líklega ná að halda sér uppi.6. Kevin Keegan Messías hefur ekki náð að kveikja ljósið hjá Newcastle enn sem komið er. En stuðningsmenn liðsins trúa því að bjartari tímar séu framundan. Keegan vill spila sóknarbolta og er mikil trú hjá Newcastle um að hann komi liðinu á beinu brautina.7. Steve McClarenKlárlega ekki vinsælasti þjálfari Englands en hann ætti ekki að vera atvinnulaus mikið lengur. Það má ekki gleyma ástæðunni fyrir því að enska knattspyrnusambandið lét hann fá starf landsliðsþjálfara. Hann kom Middlesbrough í úrslitaleik UEFA bikarsins og stýrði því til sigurs í deildabikarnum 2004.8. Stuart Baxter Stuart hver? Stuart Baxter er landsliðsþjálfari Finnlands í dag og hefur náð eftirtektarverðum árangri utan Englands. Eitt helsta afrek hans var að koma sænska liðinu AIK í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.9. Sam Allardyce Góð ferilskrá Stóra-Sam skaddaðist mikið í dvöl hans hjá Newcastle. Árangur hans hjá Bolton er samt óumdeildur. Hann náði alltaf því besta út úr liðinu þar sem sést kannski vel á stöðu liðsins í dag.10. Roy Hodgson Hodgson er að glíma við sitt erfiðasta verkefni á ferlinum, reyna að halda Fulham uppi. Hann er enn dáður víða um Evrópu fyrir árangur sinn með landslið Finnlands og Sviss og einnig dvöl sína hjá Inter á Ítalíu. Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Enska úrvalsdeildin er talin sterkasta fótboltadeild heims. Þrátt fyrir það er mikill skortur á enskum þjálfurum í deildinni en aðeins níu af tuttugu liðum eru undir stjórn heimamanns. Landslagið hefur breyst á þá vegu að stjórar sem ná árangri í neðri deildum eiga mjög lítinn möguleika á því að fá í hendurnar stórt verkefni. The Sun tók saman top tíu lista yfir bestu ensku knattspyrnustjórana í dag og segja að það hafi ekki verið auðvelt!1. Harry Redknapp Hann er á leið í úrslitaleik bikarsins á Wembley með lærisveina sína í Portsmouth. Hann hefur náð að breyta Portsmouth í lið sem berst um Evrópusæti og fengið til sín gæðaleikmenn á borð við Jermain Defoe og Lassana Diarra á Fratton Park. Það sýnir hversu hátt hann er metinn meðal leikmanna.2. Steve Coppell Hefði getað orðið mjög stórt nafn hefði hann ekki hætt hjá Manchester City 1996 nánast um leið og hann hafði tekið við sem knattspyrnustjóri liðsins. Hæfileikar hans sem knattspyrnustjóri sjást þó vel hjá Reading. Ekki margir stjórar gætu haldið þessu liði meðal þeirra bestu nánast án þess að eyða krónu.3. Stuart Pearce Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, heillaðist nægilega mikið af Pearce til að gera hann að eina enska þjálfaranum í þjálfarateymi sínu. Pearce hefur náð góðum árangri með U21 landslið Englands og þá náði hann fínum árangri með Manchester City þar sem barist var um Evrópusæti.4. Alan Curbishley Stóra prófið hjá Curbishley verður á næstu leiktíð þegar meiðslamartröð West Ham er lokið. Hann hélt Charlton í deild þeirra bestu með nánast tóma vasa en í dag nýtur hann þess að eyða peningum Björgólfs. Hann náði að bjarga West Ham frá falli á síðustu leiktíð og það skal ekki vanmeta.5. Steve BruceEyddi fyrstu arum sínum sem knattspyrnustjóri í neðri deildunum en hefur nú sannað sig sem úrvalsdeildarstjóri. Kom Birmingham tvisvar upp í úrvalsdeildina en tók við Wigan í annað sinn á síðasta ári og hefur gert góða hluti fyrir liðið sem barðist á botninum en mun líklega ná að halda sér uppi.6. Kevin Keegan Messías hefur ekki náð að kveikja ljósið hjá Newcastle enn sem komið er. En stuðningsmenn liðsins trúa því að bjartari tímar séu framundan. Keegan vill spila sóknarbolta og er mikil trú hjá Newcastle um að hann komi liðinu á beinu brautina.7. Steve McClarenKlárlega ekki vinsælasti þjálfari Englands en hann ætti ekki að vera atvinnulaus mikið lengur. Það má ekki gleyma ástæðunni fyrir því að enska knattspyrnusambandið lét hann fá starf landsliðsþjálfara. Hann kom Middlesbrough í úrslitaleik UEFA bikarsins og stýrði því til sigurs í deildabikarnum 2004.8. Stuart Baxter Stuart hver? Stuart Baxter er landsliðsþjálfari Finnlands í dag og hefur náð eftirtektarverðum árangri utan Englands. Eitt helsta afrek hans var að koma sænska liðinu AIK í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.9. Sam Allardyce Góð ferilskrá Stóra-Sam skaddaðist mikið í dvöl hans hjá Newcastle. Árangur hans hjá Bolton er samt óumdeildur. Hann náði alltaf því besta út úr liðinu þar sem sést kannski vel á stöðu liðsins í dag.10. Roy Hodgson Hodgson er að glíma við sitt erfiðasta verkefni á ferlinum, reyna að halda Fulham uppi. Hann er enn dáður víða um Evrópu fyrir árangur sinn með landslið Finnlands og Sviss og einnig dvöl sína hjá Inter á Ítalíu.
Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira