Tíu bestu ensku stjórarnir Elvar Geir Magnússon skrifar 15. apríl 2008 17:01 Enska úrvalsdeildin er talin sterkasta fótboltadeild heims. Þrátt fyrir það er mikill skortur á enskum þjálfurum í deildinni en aðeins níu af tuttugu liðum eru undir stjórn heimamanns. Landslagið hefur breyst á þá vegu að stjórar sem ná árangri í neðri deildum eiga mjög lítinn möguleika á því að fá í hendurnar stórt verkefni. The Sun tók saman top tíu lista yfir bestu ensku knattspyrnustjórana í dag og segja að það hafi ekki verið auðvelt!1. Harry Redknapp Hann er á leið í úrslitaleik bikarsins á Wembley með lærisveina sína í Portsmouth. Hann hefur náð að breyta Portsmouth í lið sem berst um Evrópusæti og fengið til sín gæðaleikmenn á borð við Jermain Defoe og Lassana Diarra á Fratton Park. Það sýnir hversu hátt hann er metinn meðal leikmanna.2. Steve Coppell Hefði getað orðið mjög stórt nafn hefði hann ekki hætt hjá Manchester City 1996 nánast um leið og hann hafði tekið við sem knattspyrnustjóri liðsins. Hæfileikar hans sem knattspyrnustjóri sjást þó vel hjá Reading. Ekki margir stjórar gætu haldið þessu liði meðal þeirra bestu nánast án þess að eyða krónu.3. Stuart Pearce Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, heillaðist nægilega mikið af Pearce til að gera hann að eina enska þjálfaranum í þjálfarateymi sínu. Pearce hefur náð góðum árangri með U21 landslið Englands og þá náði hann fínum árangri með Manchester City þar sem barist var um Evrópusæti.4. Alan Curbishley Stóra prófið hjá Curbishley verður á næstu leiktíð þegar meiðslamartröð West Ham er lokið. Hann hélt Charlton í deild þeirra bestu með nánast tóma vasa en í dag nýtur hann þess að eyða peningum Björgólfs. Hann náði að bjarga West Ham frá falli á síðustu leiktíð og það skal ekki vanmeta.5. Steve BruceEyddi fyrstu arum sínum sem knattspyrnustjóri í neðri deildunum en hefur nú sannað sig sem úrvalsdeildarstjóri. Kom Birmingham tvisvar upp í úrvalsdeildina en tók við Wigan í annað sinn á síðasta ári og hefur gert góða hluti fyrir liðið sem barðist á botninum en mun líklega ná að halda sér uppi.6. Kevin Keegan Messías hefur ekki náð að kveikja ljósið hjá Newcastle enn sem komið er. En stuðningsmenn liðsins trúa því að bjartari tímar séu framundan. Keegan vill spila sóknarbolta og er mikil trú hjá Newcastle um að hann komi liðinu á beinu brautina.7. Steve McClarenKlárlega ekki vinsælasti þjálfari Englands en hann ætti ekki að vera atvinnulaus mikið lengur. Það má ekki gleyma ástæðunni fyrir því að enska knattspyrnusambandið lét hann fá starf landsliðsþjálfara. Hann kom Middlesbrough í úrslitaleik UEFA bikarsins og stýrði því til sigurs í deildabikarnum 2004.8. Stuart Baxter Stuart hver? Stuart Baxter er landsliðsþjálfari Finnlands í dag og hefur náð eftirtektarverðum árangri utan Englands. Eitt helsta afrek hans var að koma sænska liðinu AIK í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.9. Sam Allardyce Góð ferilskrá Stóra-Sam skaddaðist mikið í dvöl hans hjá Newcastle. Árangur hans hjá Bolton er samt óumdeildur. Hann náði alltaf því besta út úr liðinu þar sem sést kannski vel á stöðu liðsins í dag.10. Roy Hodgson Hodgson er að glíma við sitt erfiðasta verkefni á ferlinum, reyna að halda Fulham uppi. Hann er enn dáður víða um Evrópu fyrir árangur sinn með landslið Finnlands og Sviss og einnig dvöl sína hjá Inter á Ítalíu. Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Enska úrvalsdeildin er talin sterkasta fótboltadeild heims. Þrátt fyrir það er mikill skortur á enskum þjálfurum í deildinni en aðeins níu af tuttugu liðum eru undir stjórn heimamanns. Landslagið hefur breyst á þá vegu að stjórar sem ná árangri í neðri deildum eiga mjög lítinn möguleika á því að fá í hendurnar stórt verkefni. The Sun tók saman top tíu lista yfir bestu ensku knattspyrnustjórana í dag og segja að það hafi ekki verið auðvelt!1. Harry Redknapp Hann er á leið í úrslitaleik bikarsins á Wembley með lærisveina sína í Portsmouth. Hann hefur náð að breyta Portsmouth í lið sem berst um Evrópusæti og fengið til sín gæðaleikmenn á borð við Jermain Defoe og Lassana Diarra á Fratton Park. Það sýnir hversu hátt hann er metinn meðal leikmanna.2. Steve Coppell Hefði getað orðið mjög stórt nafn hefði hann ekki hætt hjá Manchester City 1996 nánast um leið og hann hafði tekið við sem knattspyrnustjóri liðsins. Hæfileikar hans sem knattspyrnustjóri sjást þó vel hjá Reading. Ekki margir stjórar gætu haldið þessu liði meðal þeirra bestu nánast án þess að eyða krónu.3. Stuart Pearce Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, heillaðist nægilega mikið af Pearce til að gera hann að eina enska þjálfaranum í þjálfarateymi sínu. Pearce hefur náð góðum árangri með U21 landslið Englands og þá náði hann fínum árangri með Manchester City þar sem barist var um Evrópusæti.4. Alan Curbishley Stóra prófið hjá Curbishley verður á næstu leiktíð þegar meiðslamartröð West Ham er lokið. Hann hélt Charlton í deild þeirra bestu með nánast tóma vasa en í dag nýtur hann þess að eyða peningum Björgólfs. Hann náði að bjarga West Ham frá falli á síðustu leiktíð og það skal ekki vanmeta.5. Steve BruceEyddi fyrstu arum sínum sem knattspyrnustjóri í neðri deildunum en hefur nú sannað sig sem úrvalsdeildarstjóri. Kom Birmingham tvisvar upp í úrvalsdeildina en tók við Wigan í annað sinn á síðasta ári og hefur gert góða hluti fyrir liðið sem barðist á botninum en mun líklega ná að halda sér uppi.6. Kevin Keegan Messías hefur ekki náð að kveikja ljósið hjá Newcastle enn sem komið er. En stuðningsmenn liðsins trúa því að bjartari tímar séu framundan. Keegan vill spila sóknarbolta og er mikil trú hjá Newcastle um að hann komi liðinu á beinu brautina.7. Steve McClarenKlárlega ekki vinsælasti þjálfari Englands en hann ætti ekki að vera atvinnulaus mikið lengur. Það má ekki gleyma ástæðunni fyrir því að enska knattspyrnusambandið lét hann fá starf landsliðsþjálfara. Hann kom Middlesbrough í úrslitaleik UEFA bikarsins og stýrði því til sigurs í deildabikarnum 2004.8. Stuart Baxter Stuart hver? Stuart Baxter er landsliðsþjálfari Finnlands í dag og hefur náð eftirtektarverðum árangri utan Englands. Eitt helsta afrek hans var að koma sænska liðinu AIK í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.9. Sam Allardyce Góð ferilskrá Stóra-Sam skaddaðist mikið í dvöl hans hjá Newcastle. Árangur hans hjá Bolton er samt óumdeildur. Hann náði alltaf því besta út úr liðinu þar sem sést kannski vel á stöðu liðsins í dag.10. Roy Hodgson Hodgson er að glíma við sitt erfiðasta verkefni á ferlinum, reyna að halda Fulham uppi. Hann er enn dáður víða um Evrópu fyrir árangur sinn með landslið Finnlands og Sviss og einnig dvöl sína hjá Inter á Ítalíu.
Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira