Tíu bestu ensku stjórarnir Elvar Geir Magnússon skrifar 15. apríl 2008 17:01 Enska úrvalsdeildin er talin sterkasta fótboltadeild heims. Þrátt fyrir það er mikill skortur á enskum þjálfurum í deildinni en aðeins níu af tuttugu liðum eru undir stjórn heimamanns. Landslagið hefur breyst á þá vegu að stjórar sem ná árangri í neðri deildum eiga mjög lítinn möguleika á því að fá í hendurnar stórt verkefni. The Sun tók saman top tíu lista yfir bestu ensku knattspyrnustjórana í dag og segja að það hafi ekki verið auðvelt!1. Harry Redknapp Hann er á leið í úrslitaleik bikarsins á Wembley með lærisveina sína í Portsmouth. Hann hefur náð að breyta Portsmouth í lið sem berst um Evrópusæti og fengið til sín gæðaleikmenn á borð við Jermain Defoe og Lassana Diarra á Fratton Park. Það sýnir hversu hátt hann er metinn meðal leikmanna.2. Steve Coppell Hefði getað orðið mjög stórt nafn hefði hann ekki hætt hjá Manchester City 1996 nánast um leið og hann hafði tekið við sem knattspyrnustjóri liðsins. Hæfileikar hans sem knattspyrnustjóri sjást þó vel hjá Reading. Ekki margir stjórar gætu haldið þessu liði meðal þeirra bestu nánast án þess að eyða krónu.3. Stuart Pearce Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, heillaðist nægilega mikið af Pearce til að gera hann að eina enska þjálfaranum í þjálfarateymi sínu. Pearce hefur náð góðum árangri með U21 landslið Englands og þá náði hann fínum árangri með Manchester City þar sem barist var um Evrópusæti.4. Alan Curbishley Stóra prófið hjá Curbishley verður á næstu leiktíð þegar meiðslamartröð West Ham er lokið. Hann hélt Charlton í deild þeirra bestu með nánast tóma vasa en í dag nýtur hann þess að eyða peningum Björgólfs. Hann náði að bjarga West Ham frá falli á síðustu leiktíð og það skal ekki vanmeta.5. Steve BruceEyddi fyrstu arum sínum sem knattspyrnustjóri í neðri deildunum en hefur nú sannað sig sem úrvalsdeildarstjóri. Kom Birmingham tvisvar upp í úrvalsdeildina en tók við Wigan í annað sinn á síðasta ári og hefur gert góða hluti fyrir liðið sem barðist á botninum en mun líklega ná að halda sér uppi.6. Kevin Keegan Messías hefur ekki náð að kveikja ljósið hjá Newcastle enn sem komið er. En stuðningsmenn liðsins trúa því að bjartari tímar séu framundan. Keegan vill spila sóknarbolta og er mikil trú hjá Newcastle um að hann komi liðinu á beinu brautina.7. Steve McClarenKlárlega ekki vinsælasti þjálfari Englands en hann ætti ekki að vera atvinnulaus mikið lengur. Það má ekki gleyma ástæðunni fyrir því að enska knattspyrnusambandið lét hann fá starf landsliðsþjálfara. Hann kom Middlesbrough í úrslitaleik UEFA bikarsins og stýrði því til sigurs í deildabikarnum 2004.8. Stuart Baxter Stuart hver? Stuart Baxter er landsliðsþjálfari Finnlands í dag og hefur náð eftirtektarverðum árangri utan Englands. Eitt helsta afrek hans var að koma sænska liðinu AIK í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.9. Sam Allardyce Góð ferilskrá Stóra-Sam skaddaðist mikið í dvöl hans hjá Newcastle. Árangur hans hjá Bolton er samt óumdeildur. Hann náði alltaf því besta út úr liðinu þar sem sést kannski vel á stöðu liðsins í dag.10. Roy Hodgson Hodgson er að glíma við sitt erfiðasta verkefni á ferlinum, reyna að halda Fulham uppi. Hann er enn dáður víða um Evrópu fyrir árangur sinn með landslið Finnlands og Sviss og einnig dvöl sína hjá Inter á Ítalíu. Enski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira
Enska úrvalsdeildin er talin sterkasta fótboltadeild heims. Þrátt fyrir það er mikill skortur á enskum þjálfurum í deildinni en aðeins níu af tuttugu liðum eru undir stjórn heimamanns. Landslagið hefur breyst á þá vegu að stjórar sem ná árangri í neðri deildum eiga mjög lítinn möguleika á því að fá í hendurnar stórt verkefni. The Sun tók saman top tíu lista yfir bestu ensku knattspyrnustjórana í dag og segja að það hafi ekki verið auðvelt!1. Harry Redknapp Hann er á leið í úrslitaleik bikarsins á Wembley með lærisveina sína í Portsmouth. Hann hefur náð að breyta Portsmouth í lið sem berst um Evrópusæti og fengið til sín gæðaleikmenn á borð við Jermain Defoe og Lassana Diarra á Fratton Park. Það sýnir hversu hátt hann er metinn meðal leikmanna.2. Steve Coppell Hefði getað orðið mjög stórt nafn hefði hann ekki hætt hjá Manchester City 1996 nánast um leið og hann hafði tekið við sem knattspyrnustjóri liðsins. Hæfileikar hans sem knattspyrnustjóri sjást þó vel hjá Reading. Ekki margir stjórar gætu haldið þessu liði meðal þeirra bestu nánast án þess að eyða krónu.3. Stuart Pearce Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, heillaðist nægilega mikið af Pearce til að gera hann að eina enska þjálfaranum í þjálfarateymi sínu. Pearce hefur náð góðum árangri með U21 landslið Englands og þá náði hann fínum árangri með Manchester City þar sem barist var um Evrópusæti.4. Alan Curbishley Stóra prófið hjá Curbishley verður á næstu leiktíð þegar meiðslamartröð West Ham er lokið. Hann hélt Charlton í deild þeirra bestu með nánast tóma vasa en í dag nýtur hann þess að eyða peningum Björgólfs. Hann náði að bjarga West Ham frá falli á síðustu leiktíð og það skal ekki vanmeta.5. Steve BruceEyddi fyrstu arum sínum sem knattspyrnustjóri í neðri deildunum en hefur nú sannað sig sem úrvalsdeildarstjóri. Kom Birmingham tvisvar upp í úrvalsdeildina en tók við Wigan í annað sinn á síðasta ári og hefur gert góða hluti fyrir liðið sem barðist á botninum en mun líklega ná að halda sér uppi.6. Kevin Keegan Messías hefur ekki náð að kveikja ljósið hjá Newcastle enn sem komið er. En stuðningsmenn liðsins trúa því að bjartari tímar séu framundan. Keegan vill spila sóknarbolta og er mikil trú hjá Newcastle um að hann komi liðinu á beinu brautina.7. Steve McClarenKlárlega ekki vinsælasti þjálfari Englands en hann ætti ekki að vera atvinnulaus mikið lengur. Það má ekki gleyma ástæðunni fyrir því að enska knattspyrnusambandið lét hann fá starf landsliðsþjálfara. Hann kom Middlesbrough í úrslitaleik UEFA bikarsins og stýrði því til sigurs í deildabikarnum 2004.8. Stuart Baxter Stuart hver? Stuart Baxter er landsliðsþjálfari Finnlands í dag og hefur náð eftirtektarverðum árangri utan Englands. Eitt helsta afrek hans var að koma sænska liðinu AIK í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.9. Sam Allardyce Góð ferilskrá Stóra-Sam skaddaðist mikið í dvöl hans hjá Newcastle. Árangur hans hjá Bolton er samt óumdeildur. Hann náði alltaf því besta út úr liðinu þar sem sést kannski vel á stöðu liðsins í dag.10. Roy Hodgson Hodgson er að glíma við sitt erfiðasta verkefni á ferlinum, reyna að halda Fulham uppi. Hann er enn dáður víða um Evrópu fyrir árangur sinn með landslið Finnlands og Sviss og einnig dvöl sína hjá Inter á Ítalíu.
Enski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira