Enski boltinn

Romeo leiddist og tók upp blokkflautuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Romeo er hér með hvíta derhúfu með eldri bróður sínum, Brooklyn, og pabba.
Romeo er hér með hvíta derhúfu með eldri bróður sínum, Brooklyn, og pabba.

Romeo, hinum fimm ára syni David Beckham, leiddist eitthvað þegar hann horfði á pabba sinn og félaga í LA Galaxy spila um helgina.

Enskir fjölmiðlar hafa í dag birt myndir af því að Romeo handleika blokkflautu á meðan leikurinn fór fram. LA Galaxy tapaði fyrir Toronto í téðum leik, 3-2.

Því er haldið fram að Romeo hafi leiðst svo að hann hafi leikið sér með blokkflautuna og tekið svo fram bók til að fræðast meira um umrætt hljóðfæri.

Það er því spurning hvort að Romeo feti frekar í fótspor móður sinnar á tónlistarbrautinni heldur en að hann verði liðtækur knattspyrnumaður eins og faðir sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×