Enski boltinn

Ferdinand framlengir við Man Utd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United.
Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Rio Ferdinand hefur samþykkt nýjan fimm ára samning við Manchester United eftir því sem umboðsmaður hans segir.

Pini Zahavi, umboðsmaður Ferdinand, sagði í samtali við Daily Express að Rio væri mjög ánægður hjá United og að bæði hann hefði viljað vera þar áfram og að félagið hefði viljað halda honum.

„Auðvitað hefði hann getað gengið til liðs við annað félag en hann vildi ekki fara," sagði Zahavi sem bætti við að þetta væri ekki síðasti samningur Ferdinand við félagið.

Talið er að Ferdinand fái 130 þúsund pund í vikulaun hjá félaginu en Zahavi telur að hann eigi nóg inni enda aðeins 29 ára gamall.

„Ég held að hann geti spilað lengur en Maldini og þeir hjá United eru sama sinnis."

Ferdinand á tvö ár eftir af núverandi samningi sínum við félagið en hann var keyptur til United frá Leeds árið 2002 fyrir 30 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×