Enski boltinn

Ronaldo er pirraður

NordcPhotos/GettyImages

Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segist vera orðinn gramur á endalausum vangaveltum um framtíð hans hjá ensku meisturunum.

Ronaldo hefur í sífellu verið orðaður við félög eins og Real Madrid, en hinn 23 ára gamli vængmaður hefur aldrei verið í betra formi en nú í vetur. Hann hefur skorað 37 mörk fyrir lið sitt á leiktíðinni.

"Mér er alveg sama hvað fólk segir um mig og framtíð mína, en það er kominn tími til að menn geri sér grein fyrir því að ég er fullkomlega ánægður hjá United og er í besta formi mínu til þessa. Ég verð því stundum reiður þegar er verið að slúðra svona um mig, en það þýðir ekkert að eyða tíma og orku í það - það er ekki þess virði," sagði Ronaldo í samtali við Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×