Enski boltinn

Senderos grét og kennir sér um tap Arsenal

AFP

Svissneski varnarmaðurinn Philippe Senderos hjá Arsenal grét fögrum tárum í búningsklefanum eftir að liðið féll úr keppni fyrir Liverpool í Meistaradeildinni. Senderos kennir sér um hvernig fór fyrir liðinu.

Margir vildu meina að Senderos hafi farið illa að ráði sínu í vörninni í fyrstu tveimur mörkum Liverpool í síðari leiknum á Anfield á dögunum og hann virðist vera á þeirri skoðun sjálfur ef marka má viðtal við föður hans í blaðinu Le Matin.

"Philippe hefur hringt í okkur á hverjum degi eftir tapið fyrir Liverpool. Hann hefur verið mjög niðurdreginn síðan og kennir sjálfum sér um hvernig fór af því hann er svo mikill keppnismaður. Ég þekki hann og ég sé það alveg fyrir mér að hann hafi grátið í búningsklefanum. Arsene þjálfari gaf honum frí á sunnudeginum og mánudeginum svo hann gæti jafnað sig. Hann hefur nú náð að hreinsa hugann og er ekki dottinn í neitt þunglyndi," sagði Senderos eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×