Enski boltinn

Leikmannaflótti frá Chelsea í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Didier Drogba hefur fagnað mörgum mörkum með Chelsea.
Didier Drogba hefur fagnað mörgum mörkum með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Breska blaðið Telegraph segir í vefútgáfu sinni í dag að allt útlit sé fyrir að allt að tólf leikmenn séu á leið frá Chelsea að tímabilinu loknu.

Avram Grant tók við af Jose Mourinho nú í haust og mun vera nokkuð öruggur um að fá að halda starfi sínu á næsta tímabili þátt fyrir gagnrýni leikmanna og stuðningsmanna félagsins.

Talið er einnig líklegt að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, muni veta Grant talsverða fjármuni í sumar til að fjárfesta í leikmönnum.

Þeir sem eru taldir mjög líklegir kandídatar til þess að yfirgefa félagið eru þeir Andriy Shevchenko, Claudio Pizarro, Steve Sidwell og Tal Ben Haim.

Aðrir sem eru taldir líklegir eru margir hverjir mjög áberandi leikmenn í liðinu og hafa mynda kjarna þess undanfarin ár. Þeir eru til að mynda Didier Drogba, Frank Lampard, Florent Malouda, Shaun Wright-Phillips, Carlo Cudicini og Juliano Belletti.

Það er nánast öruggt að Ben Haim sé á leið í burtu en hann lét landa sinn og knattspyrnustjóra heyra það í nýlegu viðtali.

„Ástæða þess að ég kom til Chelsea var Jose Mourinho. Ef ég hefði vitað að Avram Grant myndi taka við hefði ég farið til annars félags," sagði Ben Haim.

Didier Drogba er sagður vera efstur á óskalista Real Madrid og þá hefur Lampard ítrekað verið orðaður við Inter Milan, Juventus og Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×