Enski boltinn

Framtíð Sven er óráðin

NordcPhotos/GettyImages

Thaksin Shinawatra, eigandi Manchester City, segist ekki vera búinn að ákveða hvort Sven-Göran Eriksson eigi sér framtíð hjá félaginu. Hann segir þó engin áform uppi um að reka hann sem stendur.

Bresku blöðin hafa skrifað nokkuð um að Sven gæti hugsanlega verið á útleið og hefur Luiz Felipe Scolari t.a.m. verið orðaður við stöðu hans.

Shinawatra var óánægður með síðari hluta leiktíðarinnar hjá City, því eftir að það hafði verið í toppbaráttu á fyrstu vikum tímabilsins, hallaði heldur betur undan fæti.

"Það liggur enn ekki fyrir hvað við gerum í sumar. Við munum byrja að skoða það þegar tímabilinu lýkur. Ég er ekki ánægður með frammistöðu liðsins á seinni helmingnum og við munum skoða stöðuna hjá félaginu og fólkinu í kring um liðið í sumar. Við þurfum að selja nokkra leikmenn og kaupa nokkra. Okkur vantar varnarmenn og miðjumenn - sérstaklega miðjumenn," sagði eigandinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×