Enski boltinn

Brynjar lék heilan leik

Elvar Geir Magnússon skrifar

Varalið Reading lék í kvöld æfingaleik gegn varaliði Charlton. Reading vann leikinn 6-3 en íslenski landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn með Reading.

Brynjar hefur ekki leikið síðan í janúar en hann gekkst undir aðgerð vegna nárameiðsla.

Viktor Unnar Illugason var á varamannabekknum en kom ekki við sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×