Fleiri fréttir

Góðar fréttir fyrir Heskey

Framherjinn Emile Heskey hefur fengið góðar fréttir eftir að hafa farið meiddur af velli í leik Wigan og Arsenal á sunnudaginn. Grunur lék á um að ristarbrot Heskey hefði tekið sig upp á ný.

Ófarir West Ham eru leikmönnunum að kenna

Fyrrum varnarjaxlinn Julian Dicks hjá West Ham segir að ófarir liðsins í úrvalsdeildinni að undanförnu séu alls ekki Alan Curbishley knattspyrnustjóra að kenna heldur þvert á móti leikmönnum liðsins.

Jewell: Óvíst að titlar bjargi Grant

Paul Jewell, stjóri Derby í ensku úrvalsdeildinni, segist óttast að Avram Grant sé á síðustu metrunum í starfi sínu hjá Chelsea jafnvel þó hann skili titlum í hús í vor.

Ekkert fararsnið á Owen

Michael Owen segist ekki hafa í hyggju að fara frá Newcastle þó hann sé ekki búinn að framlengja samning sinn við félagið. Samningur framherjans rennur út í sumar.

Chelsea að bjóða í varnarmann?

Sky greinir frá því í morgun að úrvalsdeildarfélagið Chelsea sé að bjóða í varnarmanninn Martin Caceres hjá Villarreal. Úrúgvæmaðurinn tvítugi hefur verið í láni hjá Recreativo í vetur og þykir hafa staðið sig vonum framar. Real Madrid mun einnig hafa áhuga á Caceres en sagt er að Villarreal hafi þegar neitað 10 milljón evra tilboði Chelsea í hann.

Curbishley sefur ekki

Alan Curbishley, stjóri West Ham, viðurkennir í samtali við Daily Express að hann eigi erfitt um svefn þessa dagana eftir þrjú 4-0 töp hans manna í röð.

Benitez vill sækja í kvöld

Rafa Benitez segir sína menn í Liverpool ekki ætla að liggja í vörn í kvöld þegar þeir sækja Inter heim í Mílanó. Þetta er síðari leikur liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lengstu sigurgöngur allra tíma í NBA

Eins og fram kom hér á Vísi í morgun er lið Houston Rockets í NBA deildinni á þriðju lengstu sigurgöngu allra tíma í NBA deildinni með 19 sigra í röð.

Þriðja lengsta sigurganga sögunnar hjá Houston

Lið Houston Rockets hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í NBA deildinni í nótt. Liðið vann 19. leikinn í röð þegar það vann auðveldan sigur á New Jersey 91-73 á heimavelli og er þetta þriðja lengsta sigurganga allra tíma í NBA.

Guðjón í viðræðum við Árna Gaut

Guðjón Þórðarson þjálfari Skagamanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu segir í samtali við heimasíðu félagsins í dag að hann hafi rætt við landsliðsmarkvörðinn Árna Gaut Arason um að leika með liðinu í sumar.

Alonso ekki með á morgun

Xabi Alonso, miðjumaður Liverpool, verður ekki í leikmannahópi liðsins gegn Inter í Meistaradeildinni. Unnusta hans á von á barni og því verður Alonso ekki með.

Ekkert hægt að bóka í bikarnum

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, segir að ekki sé hægt að bóka neitt í ensku bikarkeppninni. Portsmouth er eina úrvalsdeildarliðið sem eftir er í keppninni en dregið var í undanúrslitin í dag.

Zlatan að fara að framlengja

Zlatan Ibrahimovic hefur samþykkt nýjan samning við Inter og er hann til fimm ára. Samningurinn mun gera hann að einum allra launahæsta leikmanni í ítalska boltanum ásamt Kaka hjá AC Milan.

Curbishley fær stuðning

Björgólfur Guðmundsson og hans menn í stjórn West Ham hafa gefið út yfirlýsingu til stuðnings Alan Curbishley, knattspyrnustjóra liðsins. West Ham hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum 4-0.

Börsungar halda í vonina

Andres Iniesta, leikmaður Barcelona, segist enn hafa trú á því að liðið geti orðið Spánarmeistari. Börsungar töpuðu í gær fyrir Villareal 2-1 og eru nú átta stigum á eftir toppliði Real Madrid.

Aukinn styrkur frá FIFA í íslenskan fótbolta

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri sambandsins, funduðu í dag með Sepp Blatter forseta FIFA. Þar var meðal annars rætt um aukið fjármagn frá FIFA í íslenskan fótbolta.

Hicks hefur slitið viðræðum við DIC

Tom Hicks hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist hafa slitið viðræðum við Dubai Investment Capital um hugsanleg kaup á hluta af félaginu.

Brynjar Björn frá í mánuð

Brynjar Björn Gunnarsson mun ekki leika með Reading næstu fjórar vikurnar þar sem hann þarf að gangast undir aðgerð vegna nárameiðsla sinna. Brynjar hefur ekki leikið með Reading síðan í janúar.

Öruggur sigur á Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið vann Portúgal 3-0 í lokaleik sínum í riðlakeppni Algarve Cup. Með þessum sigri tryggði Ísland sér efsta sæti riðilsins og mun leika um sjöunda sæti mótsins.

Tekur Nevio Scala við Parma?

Nevio Scala er talinn líklegastur til að taka við stjórn ítalska liðsins Parma. Félagið rak þjálfarann Domenico Di Carlo í morgun en Parma tapaði fyrir Sampdoria í gær og er í fjórða neðsta sæti.

Besta leiktíð Raul í fimm ár

Gulldrengurinn Raul hjá Real Madrid hefur heldur betur slegið í gegn með liði sínu í vetur og hefur ekki skorað meira í fimm ár. Hann nálgast nú markametið hjá Real óðfluga eftir að hafa skorað sitt 200. mark fyrir félagið um helgina.

Wade spilar ekki meira á leiktíðinni

Skotbakvörðurinn Dwyane Wade hjá Miami Heat kemur ekki meira við sögu hjá liðinu á tímabilinu. Hann hefur átt við margvísleg meiðsli að stríða undanfarin tvö ár, en hnémeiðsli gera það að verkum að hann missir af síðustu 20 leikjum liðsins í vetur.

Nowitzki vill meira

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki varð á dögunum stigahæsti leikmaður í sögu Dallas Mavericks. Hann segist ánægður með áfangann en þráir ekkert heitar en að vinna meistaratitil með félaginu.

Mancini: Sagan getur endurtekið sig

Roberto Mancini þjálfari Inter segist viss um að hans menn geti skorað þrjú mörk gegn Liverpool á heimavelli sínum annað kvöld. Þá mætast liðin öðru sinni í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem enska liðið hefur 2-0 forystu frá fyrri leiknum.

Torres er leikmaður 29. umferðar

Spænska markamaskínan Fernando Torres hjá Liverpool er leikmaður umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í annað sinn á hálfum mánuði. Hann bætti við enn einu markinu sínu í sigri liðsins á Newcastle um helgina.

Queiroz biðst afsökunar á ummælum sínum

Carlos Queiroz, aðstoðarstjóri Manchester United, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla eftir leik United og Portsmouth í bikarnum um helgina.

DIC er í viðræðum við Liverpool

Talsmaður Dubai Investment Capital hefur staðfest að félagið sé enn í viðærðum um kaup á stórum hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool.

Raikkönen er ekki saddur

Heimsmeistarinn Kimi Raikkönen segist hvergi nærri saddur og stefnir harður á að verja titil sinn á komandi tímabili í Formúlu 1 sem hefst í Ástralíu á sunnudaginn.

Barnsley mætir Cardiff í undanúrslitunum

Í dag var dregið í undanúrslitin í enska bikarnum þar sem þrjú lið úr ensku B-deildinni voru í pottinum ásamt Hermanni Hreiðarssyni og félögum í úrvalsdeildarliðinu Portsmouth.

Roberson var best í lokaumferðunum

Tiffany Roberson hjá Grindavík var í dag útnefnd besti leikmaðurinn í umferðum 18-24 í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Þá var valið úrvalslið umferðanna og besti þjálfarinn.

Líkir Ribery við Zidane

Oliver Kahn, markvörður Bayern Munchen, hefur líkt félaga sínum Franck Ribery við goðsögnina Zinedine Zidane vegna tilþrifa hans með Bayern í vetur.

Ronaldinho: Ég mun aldrei spila fyrir Chelsea

Brasilíumaðurinn Ronaldinho hefur ekki mikinn hug á að ganga í raðir Chelsea í framtíðinni ef marka má ummæli hans eftir 2-1 tap Barcelona á heimavelli gegn Villarreal í gærkvöldi.

Wenger ósáttur við ástand JJB Stadium

Arsene Wenger stjóri Arsenal hefur gagnrýnt ástandið á JJB Stadium, heimavelli Wigan. Arsenal gerði markalaust jafntefli við Wigan á vellinum í gær og tapaði þar mikilvægum stigum í toppbaráttunni.

Óskar Bjarni í viðræðum við HSÍ

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals í handbolta, er í viðræðum við HSÍ um að gerast aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundssonar hjá íslenska landsliðinu.

Mascherano fór með til Mílanó

Miðjumaðurinn Javier Mascherano fór með félögum sínum í Liverpool til Mílanó þar sem liðið mætir Inter í síðari viðureigninni í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mascherano var talinn mjög tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla á nára.

Heiðar orðaður við Coventry

Helgarblaðið News of the World greindi frá því í gær að Chris Coleman, stjóri Coventry og fyrrum stjóri Fulham, vildi ólmur fá framherjann Heiðar Helguson lánaðan frá Bolton út leiktíðina.

Benitez hrósar fyrirliðanum

Rafa Benitez stjóri Liverpool segir að fyrirliðinn Steven Gerrard sé enn að bæta sig sem knattspyrnumaður og hrósar samvinnu hans og Fernando Torres.

Lehmann: Wenger gerði mistök

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann segir að Arsene Wenger hafi gert mistök þegar hann ákvað að setja Manuel Almunia aftur í byrjunarliðið á sínum tíma.

Ólafur með sex mörk í sigri Ciudad

Ólafur Stefánsson skoraði sex mörk fyrir lið sitt Ciudad Real í gær þegar liðið lagði slóvenska liðið Gorenje Velenje 30-24 í Meistaradeild Evrópu.

Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Phoenix

Phoenix Suns vann í nótt mjög mikilvægan sigur á erkifjendum sínum í San Antonio í NBA deildinni og hlaut með því nokkra uppreisn æru eftir erfiða tíma síðustu daga.

Sjá næstu 50 fréttir