Enski boltinn

Avram Grant: Pressan á mér er að aukast

NordcPhotos/GettyImages

Avram Grant stjóri Chelsea segir að pressan sé að aukast á sér eftir að liðið tapaði óvænt fyrir Barnsley í enska bikarnum á laugardaginn.

Grant var spurður að því hvort að starf hans velti á því hvort hann vinni annað hvort ensku úrvalsdeildina eða Meistaradeildinna og hann svaraði: ,,Ég tek því."

,,Þegar ég ber ábyrgð á liðinu og lið mitt tapar gegn Barnsley, þá mun neikvætt umtal koma upp í kringum það."

Grant notaði Didier Drogba og Frank Lampard ekki gegn Barnsley og fregnir herma að Roman Abramovich eigandi Chelsea hafi verið brjálaður eftir tapið og að hann hafi ekki verið sáttur við liðsuppstillinguna.

Grant tók við Chelsea af Jose Mourinho í haust en liðið hefur þrátt fyrir úrslitin um helgina einungis tapað fjórum leikjum af 38 þar sem hann hefur verið við stjórnvölinn.

,,Ég er stjórinn og ég ber ábyrgð á öllu. Þetta er mjög sorglegt þar sem við spiluðum svo vel í síðustu viku. Þetta lið hefur sýnt að það getur spilað góðan fótbolta. Þeir gerðu góða hluti gegn West Ham og Olympiakos."

,,Liðið sem spilaði gegn Barnsley, jafnvel þó við ættum í miklum meiðslum, var nógu gott til að vinna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×