Enski boltinn

Lehmann: Wenger gerði mistök

NordcPhotos/GettyImages

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann segir að Arsene Wenger hafi gert mistök þegar hann ákvað að setja Manuel Almunia aftur í byrjunarliðið á sínum tíma.

Lehmann var í byrjunarliði Arsenal í upphafi leiktíðar en gerði nokkur dýrkeypt mistök. Arsene Wenger var þá gagnrýndur fyrir að kippa honum ekki út úr liðinu en þurfti ekki að taka þá ákvörðun eftir að markvörðurinn meiddist.

Manuel Almunia tók stöðu Lehmann eftir það, en þegar sá spænski meiddist í janúar fékk Lehmann tækifæri á ný. Hann nýtti það vel, en vill meina að Wenger hafi gert mistök þegar hann ákvað að setja Almunia aftur inn í liðið þegar hann náði sér af meiðslunum.

"Örlögin færðu þjálfaranum tækifæri til að taka rétta ákvörðun en hann nýtti það ekki," sagði Lehmann í samtali við Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×