Íslenski boltinn

Guðjón í viðræðum við Árna Gaut

Guðjón Þórðarson þjálfari Skagamanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu segir í samtali við heimasíðu félagsins í dag að hann hafi rætt við landsliðsmarkvörðinn Árna Gaut Arason um að leika með liðinu í sumar.

Núverandi aðalmarkvörður ÍA, Páll Gísli Jónsson er líklega á leið í aðgerð vegna brjóskloss og því hafi félagið sett sig í samband við Árna Gaut. Guðjón segir að Árni sem er án félags eftir að hafa yfirgefið Valerenga í vetur, hafi tekið beiðninni með opnum huga. Hann sé að skoða sín mál og muni ræða aftur við Skagamenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×