Enski boltinn

Benitez hrósar fyrirliðanum

NordcPhotos/GettyImages

Rafa Benitez stjóri Liverpool segir að fyrirliðinn Steven Gerrard sé enn að bæta sig sem knattspyrnumaður og hrósar samvinnu hans og Fernando Torres.

Þeir Gerrard og Torres hafa náð vel saman á leiktíðinni og hafa skorað 44 mörk samanlagt til þessa. Samvinna þeirra hefur orðið til þess að þeir eru nú bornir saman við önnur goðsagnakennd tvíeyki í sögu Liverpool - menn eins og Kevin Keegan og John Toshack - og Kenny Dalglish.

"Gerrard hefur meira frelsi til að sækja en hann hefur haft áður og fagnar því að geta sótt enn meira. Hann hefur náð að mynda góða samvinnu við Fernando Torres og veit að hann getur fundið hann þegar hann stingur sér fram. Kannski draga þeir fram það besta hvor í öðrum. Hann veit líka að við búumst við miklu af honum enda spilar hann vel í nánast hverjum einasta leik," sagði Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×