Enski boltinn

Mascherano fór með til Mílanó

NordcPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Javier Mascherano fór með félögum sínum í Liverpool til Mílanó þar sem liðið mætir Inter í síðari viðureigninni í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mascherano var talinn mjög tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla á nára.

Liverpool verður án varnarmannsins Steve Finnan í leiknum annað kvöld en hann hefur misst af síðustu þremur leikjum vegna meiðsla í aftanverðu læri.

Jamie Carragher mun væntanlega spila sinn 100. Evrópuleik fyrir liðið annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×