Enski boltinn

Heiðar orðaður við Coventry

NordcPhotos/GettyImages

Helgarblaðið News of the World greindi frá því í gær að Chris Coleman, stjóri Coventry og fyrrum stjóri Fulham, vildi ólmur fá framherjann Heiðar Helguson lánaðan frá Bolton út leiktíðina.

Coleman var stjóri Fulham þegar Heiðar var keyptur þangað á sínum tíma, en Coleman var síðar látinn taka pokann sinn og fór til Spánar. Hann hefur verið hjá Coventry í nokkrar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×