Fleiri fréttir

Guðmundur og Lilja meistarar

Guðmundur Stephensen og Lilja Rós Jóhannesdóttir eru Íslandsmeistarar í einliðaleik í borðtennis. Bæði keppa þau fyrir Víking Reykjavík.

Tveir sigrar á sama kvöldinu hjá Atlanta

Lið Atlanta Hawks náði þeim sjaldgæfa áfanga í NBA deildinni í nótt að næla sér í tvo sigra á einu og sama kvöldinu. Liðið lagði Miami Heat tvívegis í gær þar sem liðin endurtóku síðustu 50 sekúndurnar úr framlengdri viðureign sinni í haust.

Spalletti: Getum orðið meistarar

Luciano Spalletti, þjálfari Roma, er ekki búinn að leggja árar í bát í titilbaráttunni á Ítalíu. Rómverjar eru í öðru sæti, sex stigum á eftir toppliði Inter en Spalletti hefur fulla trú á því að Roma geti endað á toppnum.

Róbert með átta mörk í tapleik

Róbert Gunnarsson var besti leikmaður Gummersbach þegar liðið tapaði fyrir Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Kiel vann 31-28 en Róbert skoraði átta mörk fyrir Gummersbach og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði eitt.

Garnett yfir 20 þúsund stig

Kevin Garnett skoraði sautján stig fyrir Boston síðustu nótt þegar liðið vann Memphis 119-89. Þar með hefur Garnett skorað yfir 20 þúsund stig í NBA-deildinni en aðeins 32 leikmenn hafa afrekað það.

Riesch heimsbikarmeistari í tvíkeppni

Maria Riesch frá Þýskalandi varð í dag heimsbikarmeistari í alpatvíkeppni. Hún varð í öðru sæti í keppni sem fram fór í Sviss en það nægði henni til að tryggja sér heildarsigur þetta árið.

Cardiff fer á Wembley

Bikarhelgin á Englandi er uppfull af óvæntum úrslitum en 1. deildarliðið Cardiff City er komið í undanúrslitin. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 útisigur á úrvalsdeildarliði Middlesbrough.

Jón Arnór með ellefu stig

Jón Arnór Stefánsson skoraði ellefu stig fyrir Lottomatica Roma sem vann Air Avellino 72-64 í ítölsku deildinni í dag. Jón Arnór lék í sautján mínútur í leiknum.

Atwal vann í Kuala Lumpur

Indverjinn Arjen Atwal er sigurveri á Malasíu-meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Lampard og Ballack ná vel saman

Margir knattspyrnusérfræðingar héldu því fram að Frank Lampard og Michael Ballack væru of líkir leikmenn til að geta leikið saman á miðjunni. Ljóst er að þeir þurfa að endurskoða það.

Helena með níu stig í nótt

Helena Sverrisdóttir skoraði níu stig fyrir CTU í nótt þegar liðið vann BYU 72-61. Þetta var síðasti deildarleikur CTU en framundan er úrslitakeppni um næstu helgi.

Hamilton ætlar sér sigur í Ástralíu

Það er aðeins vika í fyrsta Formúlu 1 mót ársins. Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren stefnir á sigur á götum Melbourne í Ástralíu. Hamilton, Felipe Massa, Kimi Raikkönen og Heikki Kovalainen eru líklegastir til að standa fremstir í fyrsta móti, ef marka má æfingar síðustu vikur.

Aguri liðið mætir þrátt fyrir peningaleysi

Japanska keppnisliðið er mætt til Ástralíu, þrátt fyrir þær fréttir að eigandi liðsins hafi leitað logandi ljósi að fjármagni til að greiða rekstrarkostnað. Auguri Suzuki var alla síðustu viku í leit að fjármagni, eftir að hafa lent í fjárhagsörðugleikum.

Bróðir Wilson Palacios enn í haldi mannræningja

Edwin Palacios, sextán ára gamall bróðir Wilson Palacios, er enn í haldi mannræningja en honum var rænt í Hondúras í október 2007. Wilson er leikmaður Wigan í ensku úrvalsdeildinni.

Ferguson allt annað en sáttur

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, lætur dómarann Martin Atkinson heldur betur heyra það eftir tap sinna manna gegn Portsmouth í gær.

Simon Davey: Ævintýrið endurtók sig

Simon Davey, stjóri Barnsley, átti erfitt með að hemja sig eftir að Barnsley komst í undanúrslit FA bikarsins í gær. Liðið vann sögulegan sigur á Chelsea 1-0.

NBA í nótt: Houston á sigurbraut

Houston vann New Orleans 106-96 í NBA-deildinni í nótt. Þetta var átjándi sigurleikur Hosuston í röð. Tracy McGrady var stigahæstur í liðinu með 41 stig. Alls voru tíu leikir í NBA-deildinni í nótt.

Heimsmet á HM innanhúss

Yelena Soboleva frá Rússlandi setti í dag heimsmet í 1.500 metra hlaupi innanhúss. Hún tók gullið á HM á Spáni þegar hún hljóp á 3 mínútum 57,1 sekúndum.

Ótrúlegur sigur Barnsley á Chelsea

Ensku B-deildarliðið Barnsley gerði sér lítið fyrir og sló út bikarmeistara Chelsea í fjórðungsúrslitum ensku bikarkeppninnar í dag.

Barcelona í undanúrslit

Barcelona vann í dag fimm marka sigur á GOG í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta, 29-24.

Emil lék í tapleik

Emil Hallfreðsson kom inn á sem varamaður í liði Reggina sem tapaði, 2-0, fyrir toppliði Inter.

KR heldur öðru sætinu

Þó svo að Grindavík hafi unnið KR í dag voru það KR-ingar sem gátu leyft sér að fagna í lokin þar sem úrslit leiksins þýddu að KR myndi halda heimavallarréttinum í úrslitakeppninni sem er framundan.

Guðmundur og Magnea meistarar

Guðmundur Stephensen og Magnea Ólafs urðu í dag Íslandsmeistarar í tvenndarleik í borðtennis en mótið fer fram í KR-heimilinu nú um helgina.

Haukar unnu Stjörnuna

Haukar endurheimtu fjögurra stiga forskot á toppi N1-deildar karla með fjögurra marka sigri á Stjörnunni, 32-28.

Reading hoppaði úr fallsæti í það þrettánda

Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool vann öruggan 3-0 sigur á Newcastle og Reading gerði sér lítið fyrir og hoppaði upp um fimm sæti í stöðutöflunni.

Öruggur sigur HK á ÍBV

Einum leik er lokið í N1-deild karla í handbolta en HK vann öruggan sigur á ÍBV á heimavelli, 35-27.

Lübbecke af fallsvæðinu

Íslendingaliðið Lübbecke vann í dag afar mikilægan sigur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta er liðið vann Melsungen, 38-33.

Enn tapar Flensburg í Meistaradeildinni

Íslendingaliðið Flensburg tapaði í dag fyrir Hamburg í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 32-30, og bíður þann með enn eftir fyrsta sigrinum í 16-liða úrslitum keppninnar.

Stjarnan vann Hauka

Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag þar sem topplið Fram og Stjörnunnar unnu sína leiki örugglega.

Hermann og félagar lögðu United

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth gerðu sér lítið fyrir og lögðu Manchester United á Old Trafford í fjórðungsúrslitum ensku bikarkeppninnar, 1-0.

Marion Jones hefur fangelsisvist

Marion Jones hóf í gær fangelsisvist sína í Fort Worth í Texas eftir að hún var dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir að borið ljúgvitni og tekið þátt í samsæri um neyslu ólöglegra lyfja.

Gascoigne laus af spítalanum

Paul Gascoigne hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsinu þar sem honum hefur verið haldið með vísun í geðverndarlög Breta.

Chambers fékk silfur

Breski spretthlauparinn Dwain Chambers fékk silfur í 60 metra hlaupi á HM innanhúss sem fer fram í Valencia.

Keppni frestað á Flórída

Jeff Maggert er með þriggja högga forystu á PODS-meistaramótinu í golfi á Flórída í Bandaríkjunum en keppni var frestað í nótt vegna regns.

Svíinn Hedblom með forystu í Malasíu

Forystumennirnir þrír fóru illa að ráði sínu þegar að þriðji keppnisdagur hófst á Malasíu-meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Umfangsmikil umfjöllun um Formúlu 1

Fyrsta útsending Sýnar frá Formúlu 1 verður á mánudagskvöld. Þá verður sýnt frá frumsýningum Formúlu 1 keppnisliða og rætt við toppökumenn liðanna og tæknistjóra. Síðan verða átta útsendingar í viðbót í vikunni frá Formúlu 1.

Messi gæti farið til Argentínu

Til greina kemur að Argentínumaðurinn Lionel Messi fari til heimalandsins í tvær vikur á meðan hann jafnar sig af meiðslunum sem hann varð fyrir í vikunni. Messi verður frá í sex vikur og sumir leiða líkum að því að meiðslavandræði hans séu farin að setjast á sálina.

Fögnuðu deildameistaratitlinum með stæl

Keflavíkurstúlkur tóku við deildameistaratitilinum í kvöld og héldu upp á það með því að bursta Hamar 97-74 í Iceland Express deildinni. Liðið tryggði sér sigur í deildinni í umferðinni á undan.

Snæfell lagði Grindavík

Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfibolta í kvöld. Stórleikurinn var í Stykkshólmi þar sem heimamenn í Snæfelli lögðu Grindavík í miklum spennuleik 75-72. Þá unnu Þórsarar auðveldan sigur á Fjölni 106-81 fyrir norðan og eru svo gott sem öruggir í úrslitakeppnina.

Cuyff hættur hjá Ajax

Goðsögnin Johan Cruyff hefur ákveðið að hætta störfum sem tæknilegur ráðgjafi hjá hollenska liðinu Ajax vegna ágreinings við Marco Van Basten sem nýverið samþykkti að taka við liðinu næsta sumar.

Sjá næstu 50 fréttir