Enski boltinn

Wenger ósáttur við ástand JJB Stadium

Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger stjóri Arsenal hefur gagnrýnt ástandið á JJB Stadium, heimavelli Wigan.  Arsenal gerði markalaust jafntefli við Wigan á vellinum í gær og tapaði þar mikilvægum stigum í toppbaráttunni.

Völlurinn er í slæmu ástandi og á stóru svæði er grasið illa farið en Wigan Warriors rugbyliðið leikur einnig heimaleiki sína á vellinum og það hefur ekki bætt ástandið.

,,Ég vil ekki taka neitt af Wigan en völlurinn er vanvirðing við stuðningsmennina sem koma og borga pening til að sjá þetta," sagði Wenger.

,,Eina afsökunin sem þeir hafa er að þeir hafa rugbylið sem spilar einnig á vellinum, nema það geti verið að vallarvörðurinn sé veikur? Ég veit það ekki. Ég sagði að völlurinn á Old Trafford væri ekki sá besti en samanborið við þetta er hann frábær."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×