Fleiri fréttir

Chelsea og Arsenal yfir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum tveimur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal er yfir 1-0 á útivelli gegn Aston Villa þar sem Abu Diaby skoraði slysalegt mark í upphafi leiks. Chelsea hefur yfir 1-0 gegn Man City á útivelli þar sem Frank Lampard ellefta mark sitt á leiktíðinni úr vítaspyrnu eftir að Micah Richards felldi Salomon Kalou í teignum.

Milwaukee rekur þjálfarann

Terry Stotts var í kvöld rekinn úr starfi sínu sem þjálfari NBA liðsins Milwaukee Bucks. Liðinu hefur gengið afleitlega í vetur og er það í neðsta sæti miðdeildarinnar með 23 sigra og 41 tap. Ekki hefur verið tilkynnt hver tekur við starfinu út leiktíðina.

Terry kominn í lið Chelsea á ný

Fyrirliðinn John Terry er kominn í lið Englandsmeistara Chelsea á ný og er í byrjunarliðinu í kvöld þegar liðið mætir Manchester City. Terry fékk spark í höfuðið í úrslitaleik deildarbikarsins á dögunum og hefur verið frá keppni síðan. Þá fer Arsenal í heimsókn til Birmingham þar sem liðið mætir Aston Villa.

Platini leggur fram umdeildar tillögur

Michel Platini, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, lagði í dag fram tillögur sínar um breytingar á keppnisfyrirkomulagi í Meistaradeild Evrópu. Platini kynnti þessar tillögur áður en hann bauð sig fram til forseta fyrir nokkrum vikum og voru þær harðlega gagnrýndar af forráðamönnum stærstu knattspyrnudeilda Evrópu.

Ronaldinho orðaður við AC Milan

Mikið er nú slúðrað um framtíð Brasilíumannsins Ronaldinho hjá Barcelona í spænskum og ítölskum fjölmiðlum. Corriere dello Sport greindi frá því í dag að AC Milan væri að undirbúa tilboð í kappann eftir að bróðir hans og umboðsmaður sást snæða kvöldverð með framkvæmdastjóra ítalska félagsins.

Memphis - Cleveland í beinni í kvöld

Leikur Memphis Grizzlies og Cleveland Cavaliers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld. Cleveland stefnir að því að vinna sjöunda leikinn í röð í vetur, en svo gæti farið að það þyrfti að vera án LeBron James annan leikinn í röð vegna bakmeiðsla kappans. Leikurinn hefst klukkan 12 á miðnætti.

Ég hata ekki homma í alvörunni

Fyrrum körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vill ólmur laga ímynd sína eftir að hann sagðist hata homma í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Ummæli Hardaway rötuðu á síður allra helstu fjölmiðla heimsins og í kjölfarið hefur hann átt erfitt uppdráttar á opinberum vettvangi.

Eigendur Liverpool vilja stækka Stanley Park

Tom Hicks og George Gillett, eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, hafa stöðvað undirbúningsvinnu vegna Stanley Park vallarins sem ætlað er að verða nýr heimavöllur Liverpool árið 2009. Völlurinn átti að taka 60.000 manns í sæti, en Bandaríkjamennirnir vilja nú kanna möguleika á að hafa hann enn stærri.

Valur Ingimundarson: Við viljum fá pressuna á okkur

Úrslitakeppnin í Iceland Express deildinni í körfubolta hefst með látum annað kvöld. Þar mætast meðal annars Skallagrímur og Grindavík í fyrstu umferðinni líkt og á síðustu leiktíð. Valur Ingimundarsson, þjálfari Skallagríms, segir allt annað uppi á teningnum hjá liðinu í ár en í fyrra.

Tottenham - Braga í beinni á Sýn í kvöld

Síðari leikur Tottenham og Braga í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 20:05. Enska liðið vann fyrri leikinn í Portúgal 3-2 og er því í ágætri stöðu fyrir þann síðari, en mikil meiðsli eru í herbúðum heimamanna.

Alan Smith: Ég fer hvergi

Framherjinn Alan Smith hjá Manchester United segist alls ekki ætla að fara frá félaginu sem lánsmaður og er staðráðinn í að vinna sér sæti í liðinu á ný eftir erfið meiðsli.

Skilnaður Abramovich hefur ekki áhrif á Chelsea

Roman Abramovich og fyrrverandi kona hans hafa gefið út sérstaka fréttatilkynningu þar sem fram kemur að skilnaður þeirra muni ekki hafa áhrif á rekstur knattspyrnufélagsins Chelsea á nokkurn hátt.

Motta: Ég tapaði sjálfstraustinu

Brasilíumaðurinn Thiago Motta hjá Barcelona hefur nú beðist afsökunar á því að hafa ekki mætt á æfingu hjá liðinu í síðustu viku og ber því við að hann hafi tapað sjálfstraustinu eftir slakan fyrri leik gegn Liverpool í Meistaradeildinni.

Tim Cameron hannar nýtt hjól

Maðurinn á bakvið þotumótorshjólið Tim Cameron hefur smíðað nýtt hjól. Hjólið er hið glæsilegasta en þó ekki með þotumótorum. Hjólið er knúið nýja byltingarkennda 120 hestafla Harley Davidsson mótornum sem hefur gert allt vitlaust í Bandaríkjunum.

Navarro í sjö mánaða bann fyrir slagsmál

Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í dag að David Navarro hefði verið dæmdur í sjö mánaða keppnisbann eftir ofbeldisfulla tilburði hans á leik Valencia og Inter í Meistaradeildinni á dögunum. Sambandið hefur óskað þess að bannið nái yfir allar keppnir. Hann var einn sex leikmanna sem fá keppnisbann fyrir slagsmálin og verða bæði lið auk þess sektuð um rúmlega 100 þúsund pund.

Silvestre úr leik

Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre hjá Manchester United verður ekki meira með liði sínu á leiktíðinni. Silvestre fór úr axlarlið í leiknum gegn Lille í Meistaradeildinni á dögunum og fyrstu spár reiknuðu með því að hann næði sér eftir nokkrar vikur, en í ljós kom að meiðslin eru mikið alvarlegri en talið var í fyrstu. Hann byrjar ekki að æfa með liðinu fyrr en eftir þrjá mánuði.

Ísland vann Kína 4-1 í Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði Kínverja 4:1 í Portúgal í morgun. Leikið var um níunda sætið í Algarve bikarnum. Mörk Íslands skoruðu Dóra María Lárusdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir, eitt mark hvor og Margrét Lára Viðarsdóttir, sem skoraði seinni mörkin tvö áður en Kínverjar náðu að svara með einu marki í leikslok. Danir og Bandaríkjamenn leika til úrslita í mótinu síðar í dag og Svíar og Frakkar um þriðja sætið.

Travis Pastrana fimmti í P-WRC

Travis Pastrana er sko sannarlega með bensín í blóðinu. Það sannaðist þegar nýliðin varð fimmti í heildina í P-WRC ( Production World Rally Championship).

Þrettán sigrar í röð hjá San Antonio

San Antonio hefur tekið við af grönnum sínum í Dallas sem heitasta liðið í NBA deildinni, en í nótt vann liðið þrettánda leikinn í röð þegar það skellti LA Clippers 93-84 á heimavelli sínum. Þá vann Miami þrettánda heimaleik sinn í röð þegar það skellti Utah eftir að hafa verið 17 stigum undir í síðari hálfleik.

Beckham þakkaði fyrir sig á Old Trafford

David Beckham gat ekki spilaði í hátíðarleiknum sem háður var á Old Trafford í gærkvöldi, en hann kom óvænt fram á völlinn í hálfleik og hélt ræðu þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum United fyrir stuðninginn í gegn um árin. Hann sagði tíma sinn hjá United hafa verið þann besta í lífi sínu.

Vidic og Ferdinand klárir í slaginn

Varnarmennirnir Nemanja Vidic og Rio Ferdinand verða báðir með liði Manchester United á laugardaginn þegar liðið mætir Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Báðir höfðu verið tæpir vegna meiðsla, en Alex Ferguson hefur nú staðfest að þeir séu heilir.

Þýska úrvalsdeildin í samstarf við MLS

Forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu undirrituðu í dag umfangsmikinn samstarfssamning við kollega sína í bandarísku MLS deildinni. Samningurinn nær yfir allt frá leikmannamálum til markaðsmála og voru talsmenn beggja aðila bjartsýnir á að samstarfið eigi eftir að skila góðum ávöxtum í framtíðinni.

Bridge undir hnífinn

Varnarmaðurinn Wayne Bridge hjá Chelsea þarf að gangast undir lítinn hnéuppskurð og verður frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur. Bridge hefur fundið til í hnénu lengi og því var ákveðið að hann færi undir hnífinn sem fyrst. Læknir Chelsea segir aðgerðina svipaða og þá sem Damien Duff fór í þegar hann lék með liðinu á sínum tíma og hann hafi verið orðinn góður eftir um þrjár vikur.

Stjarnan burstaði HK

Stjörnustúlkur eru enn á toppi DHL-deildar kvenna í handbolta eftir sannfærandi sigur á HK í gærkvöld 40-26 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 20-11. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna, sem hefur tveggja stiga forystu á Val og á leik til góða.

United hafði betur gegn Evrópuúrvalinu

Manchester United hafði 4-3 sigur á Evrópuúrvalinu í sérstökum hátíðarleik sem háður var á Old Trafford í kvöld. United var yfir 4-1 í hálfleik en minni spámenn liðsins fengu að spreyta sig í þeim síðari. Evrópuliðið náði þá að minnka muninn í eitt mark en komst ekki lengra.

Endurkoma Krists gæti ekki bjargað okkur

Slæmt gengi LA Lakers í NBA deildinni undanfarið er farið að hafa áhrif á ótrúlegustu menn. Sjálfur Zen-Meistarinn Phil Jackson lét hafa eftir sér í LA Times í dag að liðið spilaði svo illa þessa dagana að sjálfur Kristur gæti ekki bjargað því.

Pressan eykst á Stuart Pearce

Forráðamenn Manchester City hafa vísað því á bug að spennan sé að magnast í herbúðum liðsins í kjölfar þess að það horfir fram á nokkra fallhættu fram á vorið í ensku úrvalsdeildinni. Sum bresku blaðanna ganga svo langt að segja að Pearce verði látinn fjúka ef hann nær ekki viðunandi úrslitum gegn Chelsea annað kvöld.

Terry hunsar tilmæli lækna

Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að harðjaxlinn John Terry sé svo ólmur í að snúa aftur með liði sínu Chelsea að hann hafi hunsað öll fyrirmæli lækna á æfingu í gær. Terry steinrotaðist í leik Arsenal og Chelsea í bikarnum í síðasta mánuði eftir að hann fékk spark í höfuðið.

Van Bommel verður ekki með gegn Milan

Hollenski miðjumaðurinn Mark van Bommel hjá Bayern Munchen mun að öllum líkindum missa af báðum leikjunum við AC Milan í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Van Bommel var í dag dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd knattspyrnusambands Evrópu og eru forráðamenn Bayern mjög ósáttir við þessa niðurstöðu.

Wenger: Meiðsli Henry eru franska landsliðinu að kenna

Arsene Wenger segir þrálát meiðsli og lakari frammistöðu Thierry Henry á knattspyrnuvellinum í vetur skrifast á franska landsliðið. Henry hefur misst mikið úr með Arsenal í vetur og verður ekki meira með liðinu á þessari leiktíð vegna meiðsa - en hann hefur spilað hvern einasta landsleik með Frökkum síðan um miðjan ágúst.

Nýr þjálfari hjá Bobcats í sumar

Michael Jordan, yfirmaður körfuboltamála hjá Charlotte Bobcats í NBA deildinni, tilkynnti í dag að þjálfarinn Bernie Bickerstaff fengi nýtt hlutverk hjá félaginu í sumar. Bickersteff hefur stýrt liðinu í þrjú ár og á að baki 67 sigra og 161 tap, en hann mun væntanlega taka sér sæti á skrifstofunni í sumar.

Ferrari getur unnið án Schumachers

Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari í Formúlu 1, segir að liðið sé í góðri aðstöðu til að vinna titil bílasmiða á komandi tímabili þó það njóti ekki lengur krafta hins magnaða Michael Schumachers. Hann segir liðið í góðum málum með þá Kimi Raikkönen og Felipa Massa við stýrið.

Isiah Thomas fékk nýjan samning hjá Knicks

Isiah Thomas, forseti og þjálfari New York Knicks, skrifaði undir nýjan samning við félagið um helgina. Þessi tíðindi komu nokkuð á óvart í ljósi þess að eigandi félagsins hafði áður sagt að hann ætlaði að taka ákvörðun um framtíð Thomas eftir að keppnistímabilinu lyki.

Systir Ricardo Oliveira fundin heil á húfi

Fimm mánaða langri martröð knattspyrnumannsins Ricardo Oliveira hjá AC Milan er nú lokið. Systur hans Mariu var rænt í Brasilíu í október en á heimasíðu Milan í dag var tilkynnt að hún væri komin til síns heima á ný eftir þessa óskemmtilegu lífsreynslu. Maria er sögð heil á húfi.

Henry: Ég fer aldrei frá Arsenal

Thierry Henry segist ákveðinn í að ljúka ferlinum hjá Arsenal þrátt fyrir þrálátan orðróm um annað í blöðum undanfarna mánuði. Henry verður ekki meira með liði sínu á leiktíðinni vegna meiðsla, en hann segist aldrei ætla að fara frá félaginu.

Thomas Doll tekur við Dortmund

Thomas Doll hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Dortmund í Þýskalandi og tekur við af Jörgen Röber sem var rekinn í gær. Dortmund er í bullandi fallbaráttu í úrvalsdeildinni. Doll var síðast hjá liði Hamburg í úrvalsdeildinni en þar var hann rekinn í febrúar þar sem liðið sat í botnsætinu. Doll hefur skrifað undir eins árs samning við félagið, sem varð Evrópumeistari fyrir tíu árum.

Man Utd mætir Evrópuúrvalinu í kvöld

Í kvöld verður hátíðarleikur Manchester United gegn úrvalsliði Evrópu sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 19:30. Hér er á ferðinni sérstakur afmælisleikur til að minnast 50 ára afmæli Rómarsáttmálans og þáttöku United í Evrópukeppninni og margar af helstu knattspyrnustjörnum heims verða á leikskýrslunni.

Flöskukastarinn kærður og settur í bann

Þrítugur ársmiðahafi hjá spænska liðinu Real Betis hefur verið settur í bann af félaginu og kærður til lögreglu fyrir að kasta plastflösku í Juande Ramos þjálfara Sevilla í bikarleik liðanna á dögunum. Leikurinn var flautaður af eftir að Sevilla hafði náð 1-0 forystu, en honum verður haldið áfram fyrir luktum dyrum á heimavelli Getafe þann 20. mars næstkomandi.

Kahn gæti framlengt við Bayern

Svo gæti farið að markvörðurinn Oliver Kahn framlengi samning sinn við Þýskalandsmeistara Bayern Munchen ef marka má orð framkvæmdastjóra félagsins. Mistök markvarðarins urðu til þess að Bayern náði aðeins 1-1 jafntefli við Bremen í stórleik helgarinnar í Þýskalandi, en Karl-Heinz Rummenigge segir hann eiga nóg eftir.

Vörn Tottenham orðin götótt

Miðvörðurinn Anthony Gardner hjá Tottenham getur ekki spilað með liðinu næstu sex vikurnar eftir að hann brákaði bein í fæti sínum í leiknum gegn Chelsea um helgina.

David Gill: Ronaldo mun framlengja við United

David Gill, framkvæmdastjóri Manchester United, er ekki í nokkrum vafa um að Cristiano Ronaldo muni framlengja samning sinn við félagið. Ronaldo er 22 ára gamall og er samningsbundinn United til 2010, en vill gjarnan skrifa undir nýjan samning. Ronaldo hefur mikið verið orðaður við lið á Spáni að undanförnu.

Framtíðin óljós hjá Makelele

Franskir fjölmiðlar greina frá því í dag að framtíð miðjumannsins Claude Makelele hjá Chelsea sé nú óráðin eftir að forráðamenn Chelsea neituðu að framlengja núverandi samning hans um tvö ár. Samningur hins 34 ára gamla varnartengiliðs rennur út á næsta ári, en sagt er að hann vilji tvö ár í viðbót en Chelsea sé aðeins tilbúið að framlengja um eitt ár.

Wenger: Henry hreyfir sig ekki fyrr en í júní

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, staðfesti í dag að framherjinn Thierry Henry muni ekki æfa með liðinu fyrr en það hefur æfingar á ný eftir sumarleyfi í júní. Henry mieddist á nára og í maga fyrir nokkrum dögum og verður alveg settur á hilluna fram á sumar. Óvíst er hvort hann verður orðinn klár í slaginn þegar deildarkeppnin hefst á ný í lok sumars.

Joey Barton handtekinn

Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Manchester City í ensku úrvalsdeildinni hefur verið handtekinn og yfirheyrður af lögreglu í tengslum við líkamsárás á leigubílstjóra í Liverpool í síðasta mánuði. Barton var látinn laus gegn tryggingu en málið er í rannsókn.

Golden State batt enda á sigurgöngu Dallas

Sautján leikja sigurgöngu Dallas Mavericks í NBA deildinni lauk í nótt þegar liðið steinlá á útivelli fyrir Golden State Warriors 117-100. Sigurganga Dallas var sú sjöunda besta í sögu deildarinnar og var tapið aðeins það þriðja hjá liðinu á síðustu þremur mánuðum.

Sjá næstu 50 fréttir