Ferrari getur unnið án Schumachers 13. mars 2007 19:15 Michael Schumacher NordicPhotos/GettyImages Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari í Formúlu 1, segir að liðið sé í góðri aðstöðu til að vinna titil bílasmiða á komandi tímabili þó það njóti ekki lengur krafta hins magnaða Michael Schumachers. Hann segir liðið í góðum málum með þá Kimi Raikkönen og Felipa Massa við stýrið. "Við áttum góð og slæm ár í bland þegar ég var við stjórnvölinn á sínum tíma - maður getur ekki alltaf unnið," sagði Brawn um vonbrigðin síðustu tvö ár. "Fólkið sem stóð á bak við bílana þegar best gekk er enn í liðinu og því er engin ástæða til að ætla annað en að Ferrari verði í baráttunni um titilinn áfram. Bíllinn í ár virðist einstaklega góður og þó að ákveðnir töfrar séu kannski farnir frá liðinu eftir að Schumacher hætti, er ekkert sem bendir til annars en að liðið verði sterkt að þessu sinni," sagði Brawn og bætti við að sér litist ágætlega á Kimi Raikkönen. "Kimi er allt annar maður en Schumacher. Michael var búinn að vinna tvo titla þegar hann kom til Ferrari á sínum tíma og hann lét meira í sér heyra og vann mjög vel með liðinu. Ég þekki Kimi ekki, en hann sýnist mér vera maður sem bara mætir og ekur eins og ljón. Það sem skiptir mestu máli með Kimi er að hann er öskufljótur og gerir fá mistök. Hann er líka umkringdur fólki sem veit hvað það er að gera og það mun hjálpa honum mikið." Formúla Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari í Formúlu 1, segir að liðið sé í góðri aðstöðu til að vinna titil bílasmiða á komandi tímabili þó það njóti ekki lengur krafta hins magnaða Michael Schumachers. Hann segir liðið í góðum málum með þá Kimi Raikkönen og Felipa Massa við stýrið. "Við áttum góð og slæm ár í bland þegar ég var við stjórnvölinn á sínum tíma - maður getur ekki alltaf unnið," sagði Brawn um vonbrigðin síðustu tvö ár. "Fólkið sem stóð á bak við bílana þegar best gekk er enn í liðinu og því er engin ástæða til að ætla annað en að Ferrari verði í baráttunni um titilinn áfram. Bíllinn í ár virðist einstaklega góður og þó að ákveðnir töfrar séu kannski farnir frá liðinu eftir að Schumacher hætti, er ekkert sem bendir til annars en að liðið verði sterkt að þessu sinni," sagði Brawn og bætti við að sér litist ágætlega á Kimi Raikkönen. "Kimi er allt annar maður en Schumacher. Michael var búinn að vinna tvo titla þegar hann kom til Ferrari á sínum tíma og hann lét meira í sér heyra og vann mjög vel með liðinu. Ég þekki Kimi ekki, en hann sýnist mér vera maður sem bara mætir og ekur eins og ljón. Það sem skiptir mestu máli með Kimi er að hann er öskufljótur og gerir fá mistök. Hann er líka umkringdur fólki sem veit hvað það er að gera og það mun hjálpa honum mikið."
Formúla Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti