Sport

Travis Pastrana fimmti í P-WRC

Ætli hann verði undrabarn Rallsins eins og hann varð í freestyle ?
Ætli hann verði undrabarn Rallsins eins og hann varð í freestyle ? Mynd/RacerX

Travis Pastrana er sko sannarlega með bensín í blóðinu. Það sannaðist þegar nýliðin varð fimmti í heildina í P-WRC ( Production World Rally Championship). Pastrana sem er 23ja ára og er á sínu öðru ári hefur sko sannarlega sannað sig í heimi rallsins og sást það vel á X-Games 2006 þegar hann lagði heimsmeistaran Colin McRae að velli í stuttri sérleið sem haldin var í fyrsta skipti á X-Games. Pastrana sem keppir fyrir hönd Subaru í ameríku ætlar sér alla leið í WRC (World Rally Championship) og þar er ekki minni menn að finna en Marcus Grönholm,Sebastina Loeb og Petter Solberg svo einhverjir séu nefndir.

"Þetta var æðislegt,og að ég skuli enda fimmti í heildina er ótrúlegt,ég vil þakka Subaru í Ameríku og öllu liðinu fyrir frábæran stuðning,án þeirra hefði þetta ekki orðið" segir Travis Pastrana og brosti út af eyrum í Subaru bíl sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×