Fleiri fréttir

Öruggur sigur í Laugardal

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 3-0 sigur á andstæðingum sínum frá Portúgal í 100. kvennalandsleik frá upphafi á Laugardalsvelli í gær. Íslenska liðið er í góðri stöðu í riðlinum fyrir undankeppni HM árið 2007.

Rooney í framlínunni með Owen

Sven-Göran Eriksson mun að öllum líkindum gera þrjár breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Svíum á morgun frá því í leiknum gegn Trínidad og Tóbagó. Líklegt er að allir leikmenn Liverpool í þeim leik byrji á bekknum.

Af fótboltafári og fyrirtækjum

Á fjögurra ára fresti, eða þegar HM í fótbolta fer fram, fer af stað umræðan um hið svokallaða fótboltafár eða "football fever" eins og það nefnist á ensku. Eftir að hafa dvalist í Köln í einn dag hef ég loksins öðlast skilning á þessu fyrirbæri.

Miami vann fimmta leikinn

Miami Heat sigraði Dallas Mavericks í fimmta leik liðanna í úrslitum NBA deildarinnar. Leikurinn var framlengdur og endaði 101-100. Hinn magnaði Dwyane Wade tryggði sigurinn með tveimur vítaskotum þegar 1,9 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hafði áður tryggt liði sínu framlengingu með góðu skoti í venjulegum leiktíma.

HM Leikir dagsins

Það verða að vanda þrír leikir á dagskrá í dag á HM. Tógó og Sviss mætast klukkan 13.00. Klukkan 16.00 mætast svo Saudi Arabía og Úkraína. Kvöldleikurinn er svo á milli Spánverja og Túnis. Þetta og margt fleira á Sýn í dag. Klukkan 21.00 er svo hinn magnaði þáttur 4-4-2 þar sem Heimir Karls og Þorsteinn Joð fara yfir leiki dagsins og fá góða gesti í heimsókn.

Terry er einn sá besti í dag

Claudio Ranieri, fyrrum stjóri Chelsea segir að John Terry, leikmaður enska landsliðsins sé einn besti varnarmaður heims í dag. Hann hafði þetta að segja um málið

De Rossi biðst afsökunar á olnbogaskoti sínu

Ítalski landsliðsmaðurinn Daniele De Rosso hefur beðist afsökunar á olnbogaskoti sínu í leiknum gegn USA sem kostaði hann rautt spjald. Atvikið gerðist í fyrrihálfleik er hann gaf Brian McBride skotið.

Parreira stendur með Ronaldo

Carlos Alberto Parreira, þjálfari Brasilíu stendur 100% með Ronaldo og segir hann hafa sýnd mikla framför milli leikja. Ronaldo sem var markakóngur í síðustu keppni með 8 mörk hefur ekki náð að skora í þeim tveimur leikjum sem búnir eru og hefur honum verið skipt útaf í báðum þessum leikjum.

Óvænt jafntefli hjá Frökkum og Suður Kóreumönnum

Leik Frakka og Suður Kóreumann var að ljúka með 1-1 jafntefli. Það var Thierry Henry sem kom Frökkum yfir á 9. mínútu. Leikur Frakka þótti ekki sannfærandi og þeir slökuðu á í lokakaflanum sem gerði það að verkum að Kóreumenn jöfnuðu. Þar var að verki Ji-Sung Park leikmaður Manchester United sem skoraði á 81. mínútu.

De Rossi rægður

Það er ekki gaman hjá Daniele De Rossi í dag, miðjumanninum frá Roma sem barði Brian McBride í leiknum í gær, öll blöð, öll tímarit, öll heimsbyggðin fordæmir það sem hann gerði. Marcello Lippi segist ekki einu sinni hafa yrt á hann ennþá, enda ljóst að þessi mistök hans voru Ítölum dýr.

Frakkar loks búnir að skora á HM

Staðan í leik Frakka og Suður Kóreumanna á HM í Þýskalandi er 1-0 fyrir Frakka. Það var Thierry Henry sem skoraði markið á 9. mínútu. Suður Kóreumenn hafa ekki fengið almennilegt færi í leiknum.

Leikur Frakka og Suður Kóreu að hefjast

Ahn Jung-Hwan sem skoraði sigurmarkið gegn Tógó byrjar á bekknum hjá Suður Kóreumönnum. Raymond Domenech þjálfari Frakka setur Florent Malouda inn fyrir Franck Ribery.

Brasilía áfram í 16 liða úrslit

Adriano og varamaðurinn Fred tryggðu Brasilíumönnum þátttökurétt í 16 liða úrslitum á HM, með mörkum á 49. og 90. mínútu.

Íslenska kvennalandsliðið sigraði Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið lék gegn Portúgal á Laugardalsvellinum í dag. Leikurinn endaði með 3-0 sigri íslenska liðsins. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrra markið á 40. mínútu. Það var svo Gréta Mjöll Samúelsdóttir sem bætti við glæsilegu marki beint úr hornspyrnu á 86. mínútu. Margrét Lára skoraði svo annað mark sitt í leiknum á 89. mínútu. Íslenska liðið lék mjög vel í leiknum.

Brasilía 1 Ástralía 0

Eftir frekar leiðinlegan og markalausan fyrri hálfleik í leik Brasilíumanna og Ástrala á HM í Þýskalandi, hefur Adriano skorað og komið Brasilíu yfir.

Klinsmann vill að Low taki við af sér

Jurgen Klinsmann, þjálfari Þýskalands vill að Joachim Low, aðstoðarmaður sinn taki við af sér með landsliðið ef hann ákveður að hætta með liðið eftir HM.

Stjórnarmaður FIFA seldi miða á svörtu

Ismail Bhamjee sem er frá Botsvana og stjórnarmaður hjá FIFA hefur verið uppvís af því að selja miða á leiki á HM á svörtum markaði. Stjórnarmaðurinn seldi 12 miða á leik Englendingar og Trinidad & Tóbagó og þrefaldaði hann verðið og seldi stakan miða fyrir 300 evrur eða um 28.000 krónur. Bhamjee hefur verið skipað að hætta afskitpum af HM og segja af sér í stjórn FIFA.

Styttist í leik Brasilíu og Ástralíu

Heimsmeistararnir leika sinn annan leik á HM gegn spræku liði Ástrala. Brasilíumenn gera engar breytingar á liði sínu frá ósannfærandi 1-0 sigri sínum á Króötum. Gus Hiddink gerir þrjár breytingar á liði Ástrala, Tim Cahill kemur inn, Harry Kewell fer út.

Japan - Króatía 0-0

Leik Japana og Króata er lokið. Hann endaði með frekar bragðdaufu markalausu jafntefli. Króatar voru sterkari aðilinn framan af leik en Japanir sóttu í sig veðrið þegar á leið og áttu nokkur hættuleg færi. Króatar klúðruðu vítaspyrnu þar sem Kawaguchi, markvörður Japana varði meistaralega.

Rooney byrjar

Wayne Rooney verður í byrjunarliði enska liðsins sem mætir Svíum í loka leik riðlakeppninnar en leikurinn er á þriðjudaginn. Það er 47 dagar síðan kappinn meiddist í deildarleik með Manchester United gegn Chelsea og lengi vel leit út að hann mundi ekki fara á HM.

0-0 í hálfleik

Staðan í hálfleik í leik Króata og Japana á HM í Þýskalandi er 0-0. Króatar hafa verið sterkari aðilinn í leiknum. Þeir klúðruðu meðal annars vítaspyrnu og áttu skot í þverslánna.

Hef lengi verið aðdáandi Eiðs

Johan Cruyff er goðsögn hjá Barcelona en hann lék með liðinu á árunum 1973 til 1978. Hann var kjörinn besti leikmaður Evrópu árin 1971, 1973 og 1974. ­Cruyff­ tók síðan við liðinu árið 1988 og stýrði liðinu til fjögurra Spánarmeistaratitla auk fyrsta Evrópubikars félagsins árið 1992.

Leikur Japan og Króatíu

Nú styttist í leik Japana og Króata, Japanir þurfa nauðsynlega á sigri að hald eftir 3-1 tap fyrir Ástralíu. Sama er að segja um Króatíu sem tapaði 1-0 fyrir Brasilíu.

HM leikir dagsins

Í dag byrjar veislan klukkan 13:00 með viðureign Japan og Króatíu, þau leika í F-riðli ásamt Brasilíu og Ástralíu sem mætast klukkan 16:00. Dagurinn endar svo á leik úr G-riðli milli Frakklands og Suður Kóreu sem hefst klukkan 19:00. Allir leikirnir eru að sjálfsögðu í beinni á Sýn.

Jafntefli í blóðugri orrustu

Það var allt vitlaust í leik Ítala og Bandaríkjamanna á HM í Þýskalandi í gær en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Alberto Gilardino kom Ítölum yfir eftir 23. mínútur en Bandaríkjamenn jöfnuðu nokkrum mínútum síðar þegar Cristian Zaccardo skoraði einkar klaufalegt sjálfsmark.

Zlatan ekki með gegn Englendingum

Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður sænska landsliðsins verður líklega ekki með liði sínu þegar það mætir því enska í lokaleik riðlakeppninnar á HM. Leikurinn er á þriðjudaginn kemur. Zlatan þurfti að fara af velli í leiknum við Paragvæ og eftir rannsókn kom í ljós að hann er meiddur á nára.

Enska liðið getur farið alla leið

Hernan Crespo, leikmaður Argentínu segir að enska liðið eigi góða möguleika að fara alla leið á HM þrátt fyrir að sýna kannski ekki sinn besta leik í þeim tveimur leikjum sem þeir hafa spilað til þessa.

Cole ekki með gegn Svíum?

Ashley Cole, bakvörður enska landsliðsins er meiddur á læri og óvíst um hans þátttöku í leiknum við Svía á þriðjudaginn. Leikmaðurinn á von á því að taka samt sem áður þátt í æfingu liðsins um helgina og sjá hversu langt hann kemst á þessu.

Jafnt í blóðugum leik

Bandaríkin og Ítalía skildu jöfn 1-1 í leik liðanna á HM. Það var mikill hasar í leiknum og rauðu spjöldin urðu þrjú áður en yfir lauk. Þeir Daniele De Rossi leikmaður Ítalíu, Eddie Pope og Pablo Mastroeni leikmenn Bandaríkjanna voru allir reknir af velli. Bandaríkjamenn þóttu standa sig vel í leiknum þrátt fyrir að leika níu á móti tíu undir lokinn.

Svíar ekki með á HM í handbolta í fyrsta sinn

Svíar verða ekki með á HM í handbolta í Þýskalandi í næsta ári eftir að þeir töpuðu fyrir Íslandi í umspilsleikjum um sæti. Þetta er mikið áfall fyrir Svía sem hafa þar með misst af þremur af síðustu fjórum stórmótum (Ólympíuleikunum í Aþenu 2004, EM í Sviss 2006 og loks HM í Þýskalandi 2007). Þetta er ennfremur söguleg fjarvera sænska handboltalandsliðsins því þetta verður fyrsta heimsmeistaramót sögunnar þar sem Svíar verða ekki meðal þátttakenda.

Sjá næstu 50 fréttir