Sport

Óvænt jafntefli hjá Frökkum og Suður Kóreumönnum

Park Ji-Sung og Ahn Jung-Hwan fagna marki Park. Fabien Barthez og Claude Makelele eru leiðir
Park Ji-Sung og Ahn Jung-Hwan fagna marki Park. Fabien Barthez og Claude Makelele eru leiðir MYND/AP

Leik Frakka og Suður Kóreumann var að ljúka með 1-1 jafntefli. Það var Thierry Henry sem kom Frökkum yfir á 9. mínútu. Leikur Frakka þótti ekki sannfærandi og þeir slökuðu á í lokakaflanum sem gerði það að verkum að Kóreumenn jöfnuðu. Þar var að verki Ji-Sung Park leikmaður Manchester United sem skoraði á 81. mínútu.

Suður Kóreumenn þóttu heldur ekki leika vel í leiknum og má segja að þessi úrslit séu visst áhyggju efni fyrir Frakka. Þeir eru með tvö stig í G-riðli þegar einn leikur er eftir. Það er ljóst að þeir verða að sigra Tókó til að eiga von um að fara áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×