Sport

Tilkynnt í kvöld

Í kvöld verður tilkynnt hver er besti knattspyrnumaður heims árið 2004. Kjörinu verður lýst í Zürich í Sviss og verður í beinni útsendingu á Sýn kl. sjö. Landsliðsþjálfarar um allan heim sjá um valið í samvinnu við FIFA. Þegar hefur verið tilkynnt hvaða leikmenn urðu þremur í efstu sætunum, þeir Thierry Henry, Ronaldinho og Andryi Schevchenko sem á dögunum var valinn besti knattspyrnumaður Evrópu. Íslensku landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson völdu Ronaldinho sem knattspyrnumann ársins. Frakkinn Zinedine Zidane var valinn besti knattspyrnumaður ársins á síðasta ári. Sepp Blatter, formaður Alþjóða knattspyrnusambandsins, sagðist í morgun vonast til þess að Thierry Henry yrði fyrir valinu að þessu sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×