Sport

Strachan ekki til Portsmouth

Gordon Strachan hefur ákveðið að taka ekki við knattspyrnustjórastöðunni hjá Portsmouth en hún hefur verið laus síðan Harry Redknapp hætti fyrir skömmu. Ástæða þess að Strachan vildi ekki taka við starfinu er sú að hann var áður stjóri hjá Southampton, grönnum Portsmouth. "Þetta er frábært starf fyrir alla aðra en þá sem hafa nýverið stýrt Southampton," sagði Strachan og bætti við: "Það var allt rétt. Ég bý í tíu mínútna fjarlægð, það eru góðir leikmenn til staðar, góð yfirbygging og góð stemning. Þetta passaði mér bara ekki vegna tengslanna við Southampton."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×