Sport

Ronaldinho og Prinz valin best

Brasilíumaðurinn Ronaldinho og hin þýska Birgit Prinz voru kjörin knattspyrnumenn ársins af Alþjóða knattspyrnusambandinu en landsliðsþjálfarar og fyrirliðar um allan heim höfðu atkvæðisrétt. Kjörinu var lýst í Zürich í Sviss og var í beinni útsendingu á Sýn. Ronaldinho fékk 620 stig, Frakkinn Thierry Henry varð annar, annað árið í röð, með 552 stig og Úkraínumaðuirnn Andriy Shevchenko varð þriðji með 253 stig. Mia Hamm varð í 2. sæti hjá konunum og Marta frá Brasilíu í 3. sæti. Ronaldinho er fjórði Brasilíumaðurinn sem er kjörinn besti knattspyrnumaður heims.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×