Sport

Cantona var kjaftfor í beinni

Eric Cantona olli miklum usla í viðtali á MUTV, sem er sjónvarpsstöð í eigu Manchester United, þegar hann notaði óviðeigandi orð í beinni útsendingu. Orðið, sem oft er kennt við bókstafinn F, lét Cantona falla þegar hann var spurður hvort hann bæri virðingu fyrir fólki. Stjórnendur stöðvarinnar fundu sig tilknúna að klippa orðið út úr þættinum þegar hann var endursýndur. Þá talaði Cantona um áhuga sinn á að snúa sér tilbaka til United liðsins sem knattspyrnustjóri. "En það yrði aldrei fyrr en mér finndist ég hafa eitthvað sérstakt til málanna að leggja. Svona eins og rokkstjarna sem skapar eitthvað nýtt," sagði Cantona.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×