Sport

Liverpool lætur ekki Gerrard

Forráðamenn Liverpool hafa tjáð stjórn Real Madrid að ekki sé inni í myndinni að skipta á Steven Gerrard og Fernando Morientes. Liverpool hefur hins vegar sýnt því áhuga á að fá Morientes til liðs við sig og gerði Madrid-liðinu tilboð sem hljóðaði upp á 3,5 milljónir punda. Eins og fram hefur komið vill Real Madrid fá 7,5 milljónir punda fyrir kappann. "Mér lýst vel á Liverpool og er ánægður með að lið á svo háum staðli vilji fá mig," sagði Morientes.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×