Sport

Zajec ráðinn til Portsmouth

Króatinn Velimir Zajec var í gær ráðinn knattspyrnustjóri hjá Portsmouth en hann var upphaflega ráðinn til félagsins sem yfirmaður knattspyrnumála. Ráðning hans í það starf varð hins vegar til þess að Harry Redknapp, þáverandi stjóri Portsmouth, ákvað að hætta og því voru góð ráð dýr. Gordon Strachan, fyrrverandi knattspyrnustjóri Southampton, hafnaði boði um að taka við liðinu vegna tengsla sinn við grannana í Southampton og því ákvað Milan Mandaric, eigandi Portsmouth, að ráða Zajec en Króatinn hefur stjórnað liðinu með góðum árangri allt frá því að Redknapp hvarf á braut.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×