Sport

Charlton vann Fulham

Charlton bar sigurorð af Fulham, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á mánudagskvöldið. Jerome Thomas kom Charlton yfir á 27. mínútu og varnarmaðurinn Talal El Karkouri bætti öðru marki við á 66. mínútu. Kanadamaðurinn Tomasz Radzinski minnkaði muninn fyrir Fulham átta mínútum fyrir leikslok. Charlton komst með sigrinum upp í sjöunda sæti deildarinnar en Fulham er í fimmtánda sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×