Sport

Ferguson varar Chelsea við

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur varað Chelsea við að liðinu fatist flugið á nýju ári. Chelsea mun mæta bæði Everton og Liverpool í janúar og United í undanúrslitum bikarkeppninnar. "Þegar Chelsea kemur norður þá munuð þið öll sjá hvað gerist," sagði Ferguson. "Í mínum huga byrjar deildin fyrst fyrir alvöru eftir áramótin og þá skrifa ég hjá mér hvað er framundan hjá hverju liði. Það er með ólíkindum hversu nákvæmur ég er á hvar stig munu vinnast eða tapast." Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gerir sér grein fyrir því að liðið muni tapa einhverjum stigum en segir það sama verði upp á teningnum hjá keppinautunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×