Sport

Tennismaður ársins kosinn

Svissneski tenniskappinn Roger Federer var í gær kjörinn tennismaður ársins af Alþjóða tennissambandinu. Federer fór mikinn á árinu og vann alls ellefu titla, þar á meðal Wimbledon-mótið, opna ástralska meistaramótið og opna bandaríska meistaramótið. Hann hafði mikla yfirburði í karlaflokki á árinu og trónir á toppi heimslistans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×