Fleiri fréttir

Lokafrestur Guðjóns að renna út

Í dag rennur út sá frestur sem Keflvíkingar gáfu Guðjóni Þórðarsyni til þess að svara tilboði um að taka að sér þjálfun félagsins. Fresturinn átti að renna út í gær en Guðjón fékk sólarhringsfrest.

Samningur Helenu runninn út

Knattspyrnusamband Íslands hefur enn ekki gengið frá ráðningu á landsliðsþjálfara A-landsliðs kvenna í kanttspyrnu. Samningur Helenar Ólafsdóttur sem landsliðsþjálfara er runninn út.

Eiður með Chelsea í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen verður í leikmannahópi Chelsea sem mætir Fulham á Craven Cottage í fjórðungsúrslitum í enska deildarbikarnum í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan 19.45.

11 dómarar í Landsbankadeildinni

Dómaranefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að bæta við einum dómara í hóp A-dómara en þeir dæma alla leiki í Landsbankadeild karla. Því verða ellefu dómarar í A-hópi dómara í stað tíu en það er Magnús Kristinsson sem bætist í hópinn.

Smith tekur við Skotum

Walter Smith verður næsti landsliðsþjálfari Skota í knattspyrnu en hann hefur átt í viðræðum við Skoska knattspyrnusambandið undanfarna daga. Ráðning Smith verður staðfest opinberlega eftir stjórnarfund hjá knattspyrnusambandinu á fimmtudaginn. Smith tekur við af Þjóðverjanum Berti Vogts sem var rekinn.

Denver á fleygiferð

Þrír leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. Los Angeles Clippers lögðu Cleveland Cavaliers með 94 stigum gegn 82. Elton Brand skoraði 30 stig fyrir Clippers en LeBron James skoraði 22 fyrir Cleveland.

Rotherham sigraði Leeds

Rotherham sigraði Leeds United 1-0 í ensku 1. deildinni í gær. Þetta var fyrsti sigur Rotherham á leiktíðinni.

Zeta-Jones kaupir knattspyrnufélag

Kvikmyndastjarnan Catherine Zeta-Jones, sem er fædd í Wales, ætlar að kaupa knattspyrnufélagið Llanelli AFC sem situr í neðsta sæti welsku deildarinnar og þarf á fjármagni að halda. Verðmiðinn er 350 þúsund pund eða 45 milljónir króna.

Kirilenko frá í tvær vikur

Utah Jazz varð fyrir áfalli í leik gegn San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum um helgina þegar framherjinn Andrei Kirilenko meiddist á hné.

Smith tekur við Skotum

Walter Smith, fyrrum knattspyrnustjóri Glasgow Rangers, hefur verið boðið að gerast þjálfari skoska landsliðsins.

Ferguson býst við varaliði Arsenal

 Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, býst við að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, efni loforð sitt og mæti með varaliðið þegar liðin mætast í kvöld á Old Trafford.

NBA-slagsmálin rannsökuð

  Lögreglan í Detroit, sem rannsakar slagsmálin á leik Detroit Pistons og Indiana Pacers, segist hafa fundið manninn sem henti stól í átt að leikmönnum Pacers.

Forseti dæmdur í sex mánaða bann

Rafael Herrerias, forseti mexíkóska liðsins Veracruz, er kominn í sex mánaða bann eftir að lið hans sleppti því að mæta í leik gegn Chiapas.

Saklaus af mútuþægni

Rannsókn hefur leitt í ljós að verkefnastjóri byggingar knattspyrnuvallar í München í Þýskalandi, sem á að nota á HM 2006, er saklaus af að hafa þegið mútur.

Rivers hefndi sín á Orlando Magic

Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, náði að hefna sín á gamla félagi sínu, Orlando Magic, með góðum sigri á útivelli, 117-101, í fyrrinótt.

Viktor á leið í Fylki

Það var ljóst fljótlega eftir að Víkingur féll úr Landsbankadeildinni að Viktor Bjarki yrði ekki áfram í Fossvoginum. Hann gældi við að komast í atvinnumennsku á nýjan leik og var meðal annars orðaður við félag í Rússlandi. Eitthvað lítið hefur gerst í þeim málum og Viktor fékk nóg af biðinni og ákvað því að spila hér heima.

Íþróttaviðburðir kvöldsins

Einn leikur er á dagskrá Íslandsmóts karla í handbolta í kvöld en í Norður-riðli mætast KA og Íslandsmeistar Hauka fyrir norðan. Leikurinn hefst kl 19.15 en með sigri geta Haukar náð 4 stiga forskoti á toppi riðilsins en KA getur náð Haukum að stigum með sigri. Tveir leikir er á dagskrá ensku deildarbikarkeppninnar í kvöld.

Guðjón tekur ekki við Keflavík

Guðjón Þórðarson tekur ekki við liði Keflvíkinga í Landsbankadeild karla í knattspyrnu eins og búist var við. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Að sögn Rúnars Arnarsonar formanns knattspyrnudeildar Keflavíkur hefst ný leit að þjálfara strax í fyrramálið.

Heiðar búinn að skora

Heiðar Helguson er búinn að skora fyrir Watford sem er 1-0 yfir gegn úrvalsdeildarliði Portsmouth í 8 liða úrslitum ensku deildarbikarkeppninnar í knattspyrnu. Mark Heiðars kom á 24. mínútu en leikurinn hófst kl 19.45. Brynjar Björn Gunnarsson er einnig í byrjunarliði Watford. Þá er enn 0-0 hjá Fulham og Chelsea þar sem Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Chelsea.

Ég skil ekkert í þessum dómi

Framarinn Ingólfur Axelsson var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann af aganefnd HSÍ vegna láta sem áttu sér stað í leik Þórs og Fram á Akureyri um síðustu helgi. Ingólfur lenti í handalögmálum við leikmenn 3. flokks Þórs sem ögruðu Ingólfi á leið sinni til búningsklefa og í kjölfarið varð allt vitlaust í húsinu þar sem áhorfendur tóku þátt í látunum.

Engir landsleikir hér heima

Það hefur vakið nokkra athygli að íslenska landsliðið í handknattleik leikur enga landsleiki á heimavelli í undirbúningi sínum fyrir HM í Túnis og í raun er ekki skipulagður landsleikur hér heima fyrr en í vor en þá verður liðið tæpt ár síðan liðið lék síðast á Íslandi.

Heiðar búinn að skora aftur

Heiðar Helguson er búinn að skora tvisvar fyrir Watford sem er 3-0 yfir gegn úrvalsdeildarliði Portsmouth í 8 liða úrslitum ensku deildarbikarkeppninnar í knattspyrnu. Brynjar Björn Gunnarsson er einnig í byrjunarliði Watford en hann fór meiddur út af í hálfleik. Þá er Chelsea 0-1 yfir gegn Fulham  þar er Eiður Smári Guðjohnsen kominn inn á af varamannabekknum.

Jafnt hjá KA og Haukum

KA og Haukar gerðu jafntefli, 29-29 í norður riðli Íslandsmótsins í handbolta karla í kvöld. Lokamínúturnar á Akureyri voru æsispennandi. Haukar voru 25-27 yfir en heimamenn komust í 29-28 áður en gestirnir jöfnuðu. Haukar eru enn efstir með 2 stiga forskot á KA sem er í 2. sæti með 13 stig.

Nýir bakverðir mæta til leiks

Bæði lið Njarðvíkur og KR stefna að því að tefla fram nýjum erlendum leikmönnum þegar liðið mætast í áttundu umferð 1. deildar kvenna í körfubolta í kvöld, Njarðvík hefur fengið til sín fyrrum unglingalandsliðskonu frá Serbíu og Svartfjallalandi en KR hefur fengið til sig bandarískan bakvörð.

Heiðar hetja Watford

Heiðar Helguson var hetja Watford í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum ensku deildarbikarkeppninnar í knattspyrnu. Hann skoraði tvö fyrstu mörk liðsins í öruggum 3-0 sigri á úrvalsdeildarliði Portsmouth. Þá vann Chelsea nauman 1-2 útisigur á Fulham þar sem Frank Lampard skoraði sigurmarkið á 88. mínútu.

Ólafur Ingi til Gröningen

Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði U-21 árs landsliðs Íslands og leikmaður Arsenal, er á leið til hollenska liðsins Gröningen. Arsenal náði samkomulagi í morgun við Gröningen um söluverð á Ólafi Inga sem er í kringum 10 milljónir króna samkvæmt heimildum íþróttadeildar en upphaflega krafðist Arsenal að fá um 45 milljónir króna fyrir leikmanninn.

Frestur Guðjóns rennur út í dag

Í dag rennur út frestur sem Keflvíkingar gáfu Guðjóni Þórðarsyni til þess svara tilboði þeirra um að taka að sér þjálfun liðsins. Að sögn Rúnars Arnarssonar, formanns knattspyrnudeildar Keflavíkur, kom Guðjón ekki til landsins um helgina eins og ráðgert var.

Keflavík sló Snæfell út

Keflavík sló Snæfell út úr keppni í 32ja liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í Reykjanesbæ í gær. Keflavík lagði Snæfell með sextán stiga mun, 102-86. Magnús Gunnarsson skoraði 27 stig fyrir Keflavík en Desmond Pepoles 27 stig fyrir Snæfell.

ÍR sigraði Stjörnuna

ÍR sigraði Stjörnuna 33-29 í 1. deild karla í handbolta í gær. Bjarni Fritzson skoraði 9 mörk fyrir ÍR en Arnar Theodórsson 7 fyrir Stjörnuna. Valur sigraði Gróttu KR með 26 mörkum gegn 21. Heimir Örn Árnason skoraði 8 mörk fyrir Val og Daníel Grétarsson 11 fyrir Gróttu/KR.

Miller vann í Lake Louise

Bode Miller frá Bandaríkjunum bar sigur úr bítum á risasvigmóti sem fram fór í Lake Louise í Kanada í gærkvöld en hann vann einnig brunmót á sama stað á laugardaginn. Austurríkismaðurinn Hermann Maier varð annar í risasvigsmótinu og Michael Walchhofer varð þriðji.

Líflátshótunin skyggði á sigurinn

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir í ævisögu sinni, sem blaðið <em>Times</em> birtir kafla úr í morgun, að sigur hans með Porto í Meistaradeildinni í vor hafi fallið í skuggann af líflátshótun skömmu fyrir úrslitaleikinn. Í kjölfarið fylgdu nokkrar vikur sem Mourinho segir að hafi verið helvíti líkar.

Sigurganga Miami heldur áfram

Miami Heat hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-körfuboltanum í gær. Miami sigraði Boston Celtics með tveggja stiga mun, 106-104. Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal 21 og hirti 13 fráköst en þetta var níunda tvenna O´Neals á leiktíðinni. Þá hitti hann úr öllum níu skotum sínum í leiknum.

Eigandi Lakers vill hitta Shaq

Jerry Buss, eigandi Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, vill sættast við Shaquille O´Neal sem var skipt frá liðinu til Miami Heat í sumar.

Hadji Diouf helst illa á munnvatni

El Hadji Diouf, leikmaður Bolton, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir óíþróttalega framkomu í leik gegn Portsmouth.

Fréttir úr Meistaradeild Arabíu

Það dró til tíðinda í arabísku meistaradeildinni um helgina þegar Al-Ahly afboðaði þátttöku sína í keppninni.

Knattspyrnumenn ársins tilnefndir

Ronaldinho og Andriy Shevchenko, leikmenn AC Milan, hafa, ásamt Thierry Henry hjá Arsenal, verið tilnefndir sem bestu leikmenn heims 2004.

Bergsveinn aðstoðar Viggó

Fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, Bergsveinn Bergsveinsson, verður aðstoðarþjálfari Viggós Sigurðssonar með handboltalandsliðinu.

Tveir Keflvíkingar til Kóreu

Keflvíkingarnir Þórarinn Kristjánsson og Hörður Sveinsson héldu í morgun af stað áleiðis til Suður-Kóreu þar sem þeir verða til reynslu hjá kóreska liðinu Busan I´cons í vikutíma. Þeir fljúga fyrst til London, svo til Seoul og og að lokum til Busan en ferðalag þeirra félaga tekur tæpan sólarhring.

Viggó valdi Bergsvein

Fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, Bergsveinn Bergsveinsson, verður aðstoðarþjálfari Viggós Sigurðssonar með handboltalandsliðinu. Ráðning Bergsveins kemur talsvert á óvart enda hefur Bergsveinn verið lítt áberandi í handboltalífinu síðustu ár.

Crystal Palace á eftir Heiðari

Fram kemur á almenna stuðningsmanna-netmiðlinum fansfc.com í dag mánudag að knattspyrnumaðurinn dalvíski, Heiðar Helguson, sé á innkaupalista enska úrvalsdeildarliðsins Crystal Palace fyrir janúarglugga félagaskiptamarkaðarins. Heiðar hefur hins vegar verið í banastuði með Watford í ensku Championship deildinni undanfarið.

49 stiga sigur Njarðvíkinga

32 liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta lauk í kvöld með einum leik þegar Njarðvíkingar rúlluðu upp ÍS með 49 stiga mun, 81-130. Dregið verður í 16 liða úrslitin á miðvikudag og nú er ljóst hvaða lið verða í pottinum.

Leikið í handboltanum í kvöld

Þrír leikir fara fram á Íslandsmótinu í handbolta karla í dag sunnudag í norður og suður -riðlum. Tveir leikir eru á dagskrá í Suður-riðli, kl.19.15  mætast Valur og Grótta KR í Valsheimilinu og kl.20.00 tekur ÍR á móti Stjörnunni í Austurbergi. Í norður-riðli tekur topplið Hauka á móti Aftureldingu á Ásvöllum.

NBA: Lebron James sló met Kobe

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Orlando vann Philadelphia, 105-99.  Þetta var fjórði sigur Orlando í síðustu fimm leikjum liðsins. Cleveland sigraði Chicago 96-74.  Lebron James skoraði 26 stig og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar til þess að skora 2000 stig í deildinni.

Bæði lið KR úr leik í bikarnum

Fjöldinn allur af leikjum fer fram í 32 liða úrslitum bikarkeppni körfuknattsleiksambandsins nú um helgina og í gær fóru fram 6 leikir og lýkur 32 liða úrslitunum á mánudagskvöld með leik ÍS og Njarðvíkur. Helstu tíðindin eftir úrslit laugardagsins eru þau að bæði lið KR eru úr leik. Úrvalsdeildarlið KR tapaði á heimavelli fyrir Hamri/Selfossi 83-86.

Box: Barrera lagði Morales

Marco Antonio Barrera sigraði Erik Morales í hörkubardaga um heimsmeistaratitil WBO sambandsins í fjaðurvigt í nótt en bardaginn var í beinni útsendingu á Sýn.  Mexikóinn Barrera vann á stigum en bardaginn fór í 12 lotur. Fleiri boxbardagar fóru einnig fram í nótt.

Sjá næstu 50 fréttir