Viktor á leið í Fylki 30. nóvember 2004 00:01 Það var ljóst fljótlega eftir að Víkingur féll úr Landsbankadeildinni að Viktor Bjarki yrði ekki áfram í Fossvoginum. Hann gældi við að komast í atvinnumennsku á nýjan leik og var meðal annars orðaður við félag í Rússlandi. Eitthvað lítið hefur gerst í þeim málum og Viktor fékk nóg af biðinni og ákvað því að spila hér heima. "Ég nenni bara ekkert að bíða lengur. Ég vil fara að æfa á fullu og horfa fram á veginn," sagði Viktor Bjarki við Fréttablaðið í gær. Hann hefur náð samkomulagi um samning við Fylkismenn en Fylkir og Víkingur eru enn að semja sín á milli og því er ekki alveg orðið klárt að hann fari í Árbæinn. Ágúst Hafberg, stjórnarmaður í knattspyrnudeild Víkings, staðfesti við Fréttablaðið í gær að samningaviðræður væru í fullum gangi við Fylki en vildi lítið láta uppi um hvernig þær gengju. Alls er óvíst hvort Viktor verður seldur eða lánaður til Fylkis en ef allt gengur að óskum klárast málið fyrir helgi. Viktor staðfesti í samtali við blaðið að ÍBV, Keflavík og Valur hefðu einnig borið víurnar í sig en af hverju ákvað hann að fara í Fylki? "Mig langaði helst að spila með félagi á höfuðborgarsvæðinu og því komu Valur og Fylkir helst til greina. Ég ákvað samt að velja Fylki því það er félag sem býður upp á toppaðstæður. Þeir hafa einnig spennandi þjálfara og hóp og því ákvað ég að slá til. Svo eru aðstæður líka skárri hjá Fylki en Val eins og staðan er í dag þótt hún verði eflaust glæsileg hjá Val eftir svona tvö ár," sagði Viktor Bjarki og bætti því við að einnig hefði skipt máli að Fylkismenn hefðu snemma sýnt sér mikinn áhuga. "Þeir hringdu í mig fljótlega eftir að tímabilinu lauk og ég hafði strax mikinn áhuga á að fara til þeirra. Svo tók við smábið áður en við tókum upp þráðinn á ný og ég er mjög spenntur fyrir því að spila fyrir félagið. Það er kominn tími á að Fylkir verði Íslandsmeistari og vonandi get ég hjálpað þeim að ná því markmiði," sagði Viktor Bjarki Arnarsson, tilvonandi leikmaður Fylkis. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Sjá meira
Það var ljóst fljótlega eftir að Víkingur féll úr Landsbankadeildinni að Viktor Bjarki yrði ekki áfram í Fossvoginum. Hann gældi við að komast í atvinnumennsku á nýjan leik og var meðal annars orðaður við félag í Rússlandi. Eitthvað lítið hefur gerst í þeim málum og Viktor fékk nóg af biðinni og ákvað því að spila hér heima. "Ég nenni bara ekkert að bíða lengur. Ég vil fara að æfa á fullu og horfa fram á veginn," sagði Viktor Bjarki við Fréttablaðið í gær. Hann hefur náð samkomulagi um samning við Fylkismenn en Fylkir og Víkingur eru enn að semja sín á milli og því er ekki alveg orðið klárt að hann fari í Árbæinn. Ágúst Hafberg, stjórnarmaður í knattspyrnudeild Víkings, staðfesti við Fréttablaðið í gær að samningaviðræður væru í fullum gangi við Fylki en vildi lítið láta uppi um hvernig þær gengju. Alls er óvíst hvort Viktor verður seldur eða lánaður til Fylkis en ef allt gengur að óskum klárast málið fyrir helgi. Viktor staðfesti í samtali við blaðið að ÍBV, Keflavík og Valur hefðu einnig borið víurnar í sig en af hverju ákvað hann að fara í Fylki? "Mig langaði helst að spila með félagi á höfuðborgarsvæðinu og því komu Valur og Fylkir helst til greina. Ég ákvað samt að velja Fylki því það er félag sem býður upp á toppaðstæður. Þeir hafa einnig spennandi þjálfara og hóp og því ákvað ég að slá til. Svo eru aðstæður líka skárri hjá Fylki en Val eins og staðan er í dag þótt hún verði eflaust glæsileg hjá Val eftir svona tvö ár," sagði Viktor Bjarki og bætti því við að einnig hefði skipt máli að Fylkismenn hefðu snemma sýnt sér mikinn áhuga. "Þeir hringdu í mig fljótlega eftir að tímabilinu lauk og ég hafði strax mikinn áhuga á að fara til þeirra. Svo tók við smábið áður en við tókum upp þráðinn á ný og ég er mjög spenntur fyrir því að spila fyrir félagið. Það er kominn tími á að Fylkir verði Íslandsmeistari og vonandi get ég hjálpað þeim að ná því markmiði," sagði Viktor Bjarki Arnarsson, tilvonandi leikmaður Fylkis.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Sjá meira