Sport

Bæði lið KR úr leik í bikarnum

Fjöldinn allur af leikjum fer fram í 32 liða úrslitum bikarkeppni körfuknattsleiksambandsins nú um helgina og í gær fóru fram 6 leikir og lýkur 32 liða úrslitunum á mánudagskvöld með leik ÍS og Njarðvíkur. Helstu tíðindin eftir úrslit laugardagsins eru þau að bæði lið KR eru úr leik. Úrvalsdeildarlið KR tapaði á heimavelli fyrir Hamri/Selfossi 83-86. Chris Woods var stigahæstur hjá Hamri/Selfossi með 27 stig og Damon Bailey með 22. Hjá KR skoraði Cameron Echols mest eða 26 stig. Þá tapaði B-lið KR einnig heima fyrir B-liði Vals en aðeins með eins stigs mun, 85-86. Ekki liggja fyrir upplýsingar um úrslit úr tveimur leikjum en úrslit laugardagsins urðu eftirfarandi: Höttur - ÍA KR B - Valur B 85-86 KR - Hamar/Selfoss 83-86 Reynir S. - Tindastóll 71 - 118 Þór Þorl. - Fjölnir 70-106 Drangur - Haukar Sunnudagur 28.nóv.2004 Smárinn 15.00 Breiðablik B - Þór Ak. Njarðvík 15.30 Ljónin - Dalvík Valsheimili 16.00 Valur - UMFG Hagaskóli 16.00 HHF - Ármann/Þróttur Keflavík 16.30 Keflavík B - Stjarnan Hagaskóli 18.00 Leiknir R. - Breiðablik Keflavík 19.15 Keflavík - Snæfell Borgarnes 19.15 Skallagrímur - ÍR Mánudagur 29.nóv Kennaraháskólin 19.30 ÍS - UMFN 16 liða úrslit fara fram 11. og 12. desember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×