Sport

Saklaus af mútuþægni

Rannsókn hefur leitt í ljós að verkefnastjóri byggingar knattspyrnuvallar í München í Þýskalandi, sem á að nota á HM 2006, er saklaus af að hafa þegið mútur. Maðurinn, sem heitir Karl-Heinz Wildmoes, átti að hafa þegið 2,8 milljónir evra fyrir að veita upplýsingar um samningaviðræður varðandi uppboð á byggingu vallarins. Faðir kappans, sem var forseti knattspyrnuliðsins TSV 1860, sagði starfi sínu lausu eftir að hafa verið tengdur við málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×