Engir landsleikir hér heima 30. nóvember 2004 00:01 Það hefur vakið nokkra athygli að íslenska landsliðið í handknattleik leikur enga landsleiki á heimavelli í undirbúningi sínum fyrir HM í Túnis og í raun er ekki skipulagður landsleikur hér heima fyrr en í vor en þá verður liðið tæpt ár síðan liðið lék síðast á Íslandi. Undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst í Svíþjóð með tveim leikjum gegn frændum okkar 4. og 6. janúar. Í kjölfarið verður haldið til Barcelona þar sem Ísland tekur þátt í móti með Spánverjum, Frökkum og Egyptum. Leikið er 14.-16. janúar. Frá Spáni verður haldið beint til Túnis en Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM 23. janúar. "Því miður er lítið við þessu að gera," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, aðspurður um ástæður þess að landsliðið léki ekkert á Íslandi fyrir mótið. "Viggó fær hópinn ekki saman fyrr en 3. janúar, 20 dögum fyrir mót. Það er sífellt erfiðara að fá vináttulandsleiki hingað til lands og það er orðið meira um það að þjóðir haldi stutt mót fyrir stórkeppnir. Það er ekkert grín að fjármagna slík mót og það hjálpar okkur ekki hvað við erum fjarri öllum öðrum. Við gerðum samning við Svía um að heimsækja þá núna og í staðinn koma þeir í lok maí eða byrjun júní og leika tvisvar við okkur skömmu áður en við leikum í forkeppni EM." Einar sagði enn fremur að þróunin í handboltaheiminum væri sú að vináttulandsleikjum færi fækkandi enda hefði álagið á handboltamenn í Evrópu sífellt verið að aukast og því væri ekki auðvelt að fá leikmenn heim í leiki. Við bætist að stórmót fara fram nánast árlega og nú liggur frammi tillaga þess efnis að breyta fyrirkomulaginu á stórmótunum og hafa þau á fjögurra ára fresti, eins og í knattspyrnunni, í stað tveggja eins og tíðkast í dag. Þá yrði undankeppnin líka eins og í knattspyrnunni - riðlar þar sem væri leikið heima og heiman á föstum leikdögum. Það á enn eftir að samþykkja þessa tillögu og því má líklega ekki búast við neinum breytingum á keppnisfyrirkomulaginu fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö til fjögur ár. Íslenski handboltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Það hefur vakið nokkra athygli að íslenska landsliðið í handknattleik leikur enga landsleiki á heimavelli í undirbúningi sínum fyrir HM í Túnis og í raun er ekki skipulagður landsleikur hér heima fyrr en í vor en þá verður liðið tæpt ár síðan liðið lék síðast á Íslandi. Undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst í Svíþjóð með tveim leikjum gegn frændum okkar 4. og 6. janúar. Í kjölfarið verður haldið til Barcelona þar sem Ísland tekur þátt í móti með Spánverjum, Frökkum og Egyptum. Leikið er 14.-16. janúar. Frá Spáni verður haldið beint til Túnis en Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM 23. janúar. "Því miður er lítið við þessu að gera," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, aðspurður um ástæður þess að landsliðið léki ekkert á Íslandi fyrir mótið. "Viggó fær hópinn ekki saman fyrr en 3. janúar, 20 dögum fyrir mót. Það er sífellt erfiðara að fá vináttulandsleiki hingað til lands og það er orðið meira um það að þjóðir haldi stutt mót fyrir stórkeppnir. Það er ekkert grín að fjármagna slík mót og það hjálpar okkur ekki hvað við erum fjarri öllum öðrum. Við gerðum samning við Svía um að heimsækja þá núna og í staðinn koma þeir í lok maí eða byrjun júní og leika tvisvar við okkur skömmu áður en við leikum í forkeppni EM." Einar sagði enn fremur að þróunin í handboltaheiminum væri sú að vináttulandsleikjum færi fækkandi enda hefði álagið á handboltamenn í Evrópu sífellt verið að aukast og því væri ekki auðvelt að fá leikmenn heim í leiki. Við bætist að stórmót fara fram nánast árlega og nú liggur frammi tillaga þess efnis að breyta fyrirkomulaginu á stórmótunum og hafa þau á fjögurra ára fresti, eins og í knattspyrnunni, í stað tveggja eins og tíðkast í dag. Þá yrði undankeppnin líka eins og í knattspyrnunni - riðlar þar sem væri leikið heima og heiman á föstum leikdögum. Það á enn eftir að samþykkja þessa tillögu og því má líklega ekki búast við neinum breytingum á keppnisfyrirkomulaginu fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö til fjögur ár.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira