Sport

Íþróttaviðburðir kvöldsins

Einn leikur er á dagskrá Íslandsmóts karla í handbolta í kvöld en í Norður-riðli mætast KA og Íslandsmeistar Hauka fyrir norðan. Leikurinn hefst kl 19.15 en með sigri geta Haukar náð 4 stiga forskoti á toppi riðilsins en KA getur náð Haukum að stigum með sigri. í 2. deild kvenna í körfubolta fer fram einn leikur. UMFH fær Hamar/Selfoss í heimsókn á Flúðum kl. 20.00. Tveir leikir er á dagskrá ensku deildarbikarkeppninnar í kvöld þegar 8 liða úrslit keppninnar hefjast. Eiður Smári Guðjðjohnsen er í liði Chelsea sem heimsækir Fulham í beinni útsendingu á Sýn og hefst kl 19.45. Heiðar Helguson og félagar í Watford taka á móti Portsmouth á sama tíma. Seinni tveir leikirnir í 8 liða úrslitunum fara fram annað kvöld og er um tvo stórleiki að ræða. Man Utd tekur á móti Arsenal og Tottenham  fær  Liverpool í heimsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×