Sport

Samningur Helenu runninn út

Knattspyrnusamband Íslands hefur enn ekki gengið frá ráðningu á landsliðsþjálfara A-landsliðs kvenna í kanttspyrnu. Samningur Helenar Ólafsdóttur sem landsliðsþjálfara er runninn út. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar vill landsliðsnefnd kvenna halda Helenu áfram sem landsliðsþjálfara en Eggert Magnússon, formaður KSÍ, mun hafa rætt við Helenu um framhaldið. Eggert er væntanlegur til landsins á laugardaginn og þá skýrist hvort gengið verður til samninga við Helenu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×