Sport

Smith tekur við Skotum

Walter Smith, fyrrum knattspyrnustjóri Glasgow Rangers, hefur verið boðið að gerast þjálfari skoska landsliðsins. Skoska knattspyrnusambandið hefur átt í viðræðum við Smith síðan að Þjóðverjinn Berti Vogts sagði starfi sínu lausu í síðasta mánuði. Smith var einkar sigursæll með Rangers og vann 13 titla með liðinu. Hann hélt síðan til Everton árið 1998. Búist er við að tilkynnt verði um ráðninguna á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×