Sport

Eiður með Chelsea í kvöld

Eiður Smári Guðjohnsen verður í leikmannahópi Chelsea sem mætir Fulham á Craven Cottage í fjórðungsúrslitum í enska deildarbikarnum í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan 19.45. Bæði lið tefla fram sínum sterkustu leikmönnum nema að Carlo Cudicini stendur á milli stanganna hjá Chelsea. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að deildarbikarinn verði fyrsti bikarinn sem félagið vinnur undir hans stjórn. Watford mætir Portsmouth í deildarbikarnum. Brynjar Björn Gunnarsson verður líklega ekki með Watford vegna meiðsla en Heiðar Helguson verður væntanlega með.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×