Sport

Sörenstram vann Mizuno Classic

Hin sænska Annika Sörenstram heldur áfram að gera það gott í golfheiminum. Í nótt vann hún Mizuno Classic mótið i Japan í fjórða skiptið röð og náði þar með jafna met Lauru Davies hvað flesta sigra á PGA-mótaröð kvenna í röð varðar. Sörenstram lék lokahringinn einkar vel, á 65 höggum eða sjö undir pari, og tryggði sér þar með sigurinn. Þetta var sjöundi sigur Sörenstram á PGA-mótaröðinni í ár og 55. á öllum ferlinum, hreint ótrúlegur árangur. Hinar japönsku Ai Miyazato og Michie Ohba fóru lokahringinn á 63 höggum og voru jafnar í öðru sæti. Grace Park, frá Suður-Kóreu, varð svo þriðja á 13 undir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×