Sport

Guðmundur Norðurlandameistari

Guðmundur Stephensen varð í morgun tvöfaldur Norðurlandameistari í borðtennis. Guðmundur gerði sér lítið fyrir og sigraði Eistann Alexander Smirnoff í úrslitum í einliðaleik 4-1 og þar með varð hann fyrsti Norðurlandameistari Íslendinga í borðtennis. Guðmundur vann þrjár fyrstu loturnar örugglega, 11-5, 11-6 og 11-7, Eistinn vann fjórðu lotuna 11-9 en Guðmundur tryggði sér Norðurlandameistaratitlinn með því að vinna fimmtu lotuna 11-5. Þá varð Guðmundur einnig Norðurlandameistari í tvíliðaleik ásamt Eistanum Vitel Vainula. Þeir unnu par fá Eistlandi í úrslitaleik, 3-1. Guðmundur hefur leikið með Malmö í Svíþjóð að undanförnu. Svíar sendu ekki keppendur á Norðurlandamótið að þessu sinni vegna deilna við mótshaldara um keppnisbúninga. Í liðakeppni Norðurlandamótsins varð Ísland í neðsta sæti, bæði í karla- og kvennaflokki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×