Sport

Woods og Haas efstir

Tiger Woods og Jay Haas eru efstir fyrir lokahringinn á Meistaramóti PGA-mótaraðarinnar í golfi í Atlanta í Georgíu þar sem 30 tekjuhæstu kylfingarnir taka þátt í lokamóti ársins. Woods lék þriðja hringinn á 65 höggum en hann og Haas eru samtals á níu höggum undir pari og hafa fjögurra högga forystu á Mike Weir, Retief Goosen og Stephen Ames sem allir eru á fimm höggum undir pari. Stigahæsti kylfingur heims, Vijay Sing, er í 11. sæti, ellefu höggum á eftir Woods og Haas. Bein útsending frá lokahringnum hefst á Sýn klukkan 21.30 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×