Sport

Keflavík með 2 stiga forystu

Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Topplið Keflavíkur fór létt með botnlið KR, 81-56. Keflavík er á toppnum með 10 stig eftir fimm umferðir en ÍS í 2. sæti með 8 stig. Reshea Bristol var með þrefalda tvennu hjá Keflavík, skoraði 18 stig, tók 12 fráköst og stal boltum, Birna Valgarðsdóttir skoraði 16 stig, Anna María Sveinsdóttir bætti við 13 stigum., 9 fráköst og 6 stoðsendingum og María Ben Erlingsdóttir var með 11 stig og 9 fráköst. Hjá KR var þjálfarinn, Gréta María Grétarsdóttir, allt í öllu með 13 stig, 23 fráköst og 6 stoðsendingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×