Sport

Goosen skaust fram úr

Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen vann síðasta golfmót ársins í bandarísku mótaröðinni. Goosen lék lokahringinn á 64 höggum og var samtals á 269 höggum eða ellefu undir pari. Tiger Woods og Jay Haas voru efstir fyrir lokahringinn en léku illa í gærkvöldi. Tiger náði þó öðru sæti, var samtals á sjö höggum undir pari. Jay Haas var fimm höggum undir pari í fjórða sæti. Vijay Singh, stigahæsti kylfingur heims, hafnaði í níunda sæti. 30 bestu kylfingar mótaraðarinnar voru með þáttökurétt á mótinu sem var í beinni útsendingu á Sýn um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×