Sport

ÍR vann ÍBV

ÍR-ingar unnu ÍBV í miklum spennuleik í suðurriðli Íslandsmót karla í handknattleik í dag með 31 marki gegn 29. Breiðhyltingar voru undir hálfleik en komu sterki til leiks í síðari hálfleik og höfðu tveggja marka forsytu þegar um mínúta var eftir. Eyjamenn minnkuðu muninn en komust ekki lengra og Ísleifur Sigurðsson gulltryggði sigur heimamanna. ÍR-ingar leiða suðurriðli með 12 stig en Víkingar hafa 10. ÍBV siglir lygnan sjó um miðjan riðilinn með 6 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×