Sport

Jafntefli á Ewood Park

Blackburn og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í bráðfjörugum leik á heimavelli hinna fyrrnefndu í dag. John Arne Riise kom Liverpool yfir á 6. mínútu en þeir Jay Bothroyd og Brett Emerton sáu til þess að heimamenn færu með forystu inn í leikhléið. Tékkinn Milan Baros jafnaði svo fyrir gestina á 54. mínútu með sínu sjöunda marki á tímabilinu. Liverpool situr sem fastast í sjötta sæti með 17 stig en Blackburn er í slæmum málum í næstneðsta sæti með aðeins sjö stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×