Sport

Sævar Þór áfram hjá Fylki

Fylkismaðurinn Sævar Þór Gíslason skrifaði í morgun undir tveggja ára samning við Fylki. Samningur Sævars Þórs við Fylki var runninn út og deildu Sævar Þór og félagið í fjölmiðlum um samningsgerðina. Í sameiginlegri tilkynningu frá Sævari Þór og Ásgeiri Ásgeirssyni, formanni meistaraflokksráðs Fylkis, segir að Sævar Þór hafi endurskoðað afstöðu sína til samningsins og ákvað í kjölfarið að halda áfram að spila með félaginu. Sævar Þór hefur verið mjög eftirsóttur af liðum í Landsbankadeildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×